- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Líkt og flestir landsmenn vita gekk óveður yfir landið á föstudaginn og aðfaranótt sunnudags kyngdi snjónum niður á höfuðborgarsvæðinu og allar götur ófærar þar. Við áttum þó þrjá flokka sem voru á ferðinni:
5. flokkur karla fór í Grafarvoginn og spilaði þar nokkra leiki. Í morgun léku þeir svo einn leik en eftir það var mótinu frestað vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu. Strákarnir okkar skipuðu fjögur lið, að því er virðist á vef KKÍ, og má finna úrslit leikjanna á vef KKÍ.
7. flokkur stúlkna, sameiginlegt lið Þórs Ak og Tindastóls, spiluðu törneringu í Þorlákshöfn. Leikirnir í gær voru allir spilaðir en þeim leikjum sem áttu að fara fram í dag var frestað vegna ófærðar. Stelpurnar okkar töpuðu báðum leikjunum í gær.
Loks átti 10. flokkur stúlkna, sameiginlegt lið Þórs Ak og Tindastóls, að spila í TM-höllinni í Keflavík. Þær stelpur fóru aldrei suður en þar var einnig öllum leikjum dagsins í dag frestað.