- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Króksamót Tindastóls var haldið um helgina í Síkinu. Mótið var það þriðja í röðinni og kennt við lukkudýr körfuknattleiksdeildar, Króksann. Um 120 krakkar tóku þátt í mótinu frá fimm félögum.
Áhersla er lögð á leikgleði í mótinu, engin stig eru talin þó allir séu vissulega með á hreinu hver vinnur! Fyrstu leikirnir hófust kl. 10 en um kl. 2 var gert hlé á mótinu þar sem George Valentine sýndi troðslur við mikinn fögnuð krakkanna.
FISK Seafood gaf öllum krökkunum boli í tilefni mótsins og allir fengu heita máltíð í mótslok, áður en haldið var heim á leið.
Þátttakendur komu frá Þór Akureyri, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd og Kormáki Hvammstanga auk Tindastóls.
Unglingaráð vill þakka öllum þátttakendum, þjálfurum og foreldrum fyrir skemmtilegt mót og sömuleiðis öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning mótsins og framkvæmd og sérstakar þakkir fær FISK Seafood fyrir að gefa bolina til minningar um mótið.
Hjalti Árnason ljósmyndari, var á staðnum og fangaði stemninguna. Afraksturinn má sjá með því að fara inn á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar.
Skemmtilegt myndband frá mótinu má finna á feykir-tv.