Helstu úrslit helgarinnar eru þau að 8.flokkur karla sigraði tvo leiki og tapaði tveimur leikjum í Rimaskóla um helgina.
Drengjaflokkur sigraði Fjölni í Dalhúsum í gær 82-108 og stúlknaflokkur tapaði 63-52 fyrir Haukum.
Þá vann unglingaflokkur drengja Stjörnuna á heimavelli í dag, 99-75 þar sem Pétur Rúnar skoraði flest stig eða 22, Ingi kom þar á eftir með 14, þá Jónas Rafn með 13, Finnbogi með 11, Hannes, Viðar og Sigurður 10 og Palli með 9.
Á fimmtudaginn kemur verður tvíhöfði í íþróttahúsinu hér heima þar sem að Njarðvíkingar mæta með bæði meistaraflokk kvenna og karla.
Meistaraflokkur karla er með 4 stig í Dominos-deildinni og meistaraflokkur kvenna með 2 stig. Þetta verður fyrsti heimaleikur stelpnanna svo það er um að gera að mæta á báða leikina og hafa gaman að!