Þjálfaranámskeið á vegum KKÍ í haust

Martin er fyrirmyndarþjálfari. Við viljum gjarnan þjálfa upp fleiri slíka. Mynd: Hjalti Árna
Martin er fyrirmyndarþjálfari. Við viljum gjarnan þjálfa upp fleiri slíka. Mynd: Hjalti Árna

Búið er að opna fyrir skráningar á þjálfaranámskeið KKÍ haustið 2017. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu KKÍ undir flippanum FRÆÐSLUMÁL. Fyrsta námskeiðið verður helgina 25.-27. ágúst en þá verður 1.a.

Upplýsingar um hvert námskeið sem og hvernig á að skrá sig má finna með því að smella á hlekkinn.

1.a 25.-27. ágúst 2017 (þriggja daga námskeið)

1.b Hefst 11. september 2017 (fjarnám)

1.c 23.-24. september 2016 (tveggja daga námskeið)

2.b Hefst 11. september 2017 (fjarnám)

 

Vetrardagskrá þjálfaranáms KKÍ:

1.b Hefst í janúar 2018 (fjarnám)

2.b Hefst í janúar 2018 (fjarnám)

 

 

Við hvetjum alla áhugasama sem vilja þjálfa fyrir Tindastoll að hafa samband við Dag Baldvinsson í síma 891-9179. Námskeiðin verða borguð af unglingaráði fyrir rétta aðila sem koma að vinna fyrir okkur.