- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það verður annasöm helgi hjá yngri flokkum Tindastóls nú um helgina, alls spila 4 flokkar í Íslandsmóti, þar af einn hérna heima. Strákarnir í meistaraflokknum slaufa svo helginni með afar mikilvægum leik í Lengjubikarnum gegn Stjörnunni, sem mun skera úr um hvort liðið kemst í "final four" í keppninni.
7. flokkur drengja undir stjórn Hreins Gunnars Birgisson, spilar hér heima í C-riðli, en strákarnir unnu D-riðilinn í 1. umferðinni. Hingað koma lið frá Grindavík, Snæfelli, Skallagrími og Herði Patreksfirði og er leikjaniðurröðun okkar stráka svona;
17-11-2012 11:00 | @ Skallagrímur 7. fl. dr. | - | Sauðárkrókur |
17-11-2012 13:00 | @ Hörður 7. fl. dr. | - | Sauðárkrókur |
18-11-2012 10:00 | @ Snæfell 7. fl. dr. | - | Sauðárkrókur |
18-11-2012 13:00 | @ Grindavík 7. fl. dr. | - | Sauðárkrókur |
Stelpurnar í 9. flokki spila í Kennaraháskólanum í A-riðli undir stjórn Karls Jónssonar þjálfara. Þær enduðu síðasta mót í 2. sæti riðilsins á eftir Keflavík. Leikjaplanið er svona:
17-11-2012 11:45 | gegn Ármann 9. fl. st. | - | Kennaraháskólinn |
17-11-2012 14:15 | @ Keflavík 9. fl. st. | - | Kennaraháskólinn |
18-11-2012 10:45 | @ Njarðvík 9. fl. st. | - | Kennaraháskólinn |
18-11-2012 13:15 | gegn Hrunamenn 9. fl. st. | - | Kennaraháskólinn |
10. flokkur drengja, sem Oddur Benediktsson þjálfar, keppir í Rimaskóla í C-riðli. Þeir unnu einn leik í B-riðli síðast, en það dugði ekki til að halda sér uppi. Strákarnir spila við Fjölni, Val, Skallagrím og FSu. Leikjaplanið verður sett inn hér fyrir neðan þegar það liggur fyrir.
Unglingaflokkur karla spilar hér heima á laugardaginn við Hauka í Íslandsmótinu og hefst leikurinn kl. 16.30. Strákarnir hafa unnið tvo leiki en tapað einum og skv. kki.is eru Haukarnir með 1-1.
Vegna móts 7. flokks verður enginn Körfuboltaskóli á sunnudag og laugardagsæfingar færast niður í barnaskólasalinn.
Meistaraflokkurinn lýkur svo helginni með úrslitaleik um sigur í C-riðli Lengjubikarsins á sunnudagskvöldið í Ásgarði Garðabæ og hefst leikurinn kl. 19.15. Tindastóll hefur unnið leik meira en Stjarnan í riðlinum og er með 15 stig í plús í innbyrðisviðureignum. Þeir ætla sér engu að síður sigur í leiknum sem og öðrum leikjum, enda hættulegt að fara að verja svona forskot í körfubolta sem getur fokið út í veður og vind á skammri stundu. Það væri ekki dónalegt að komast áfram í lokakeppni Lengjubikarsins sem að þessu sinni verður haldin í Stykkishólmi 23. og 24. nóvember n.k.
Stefnt er á beina útsendingu frá leiknum á Tindastoll TV og samverustund stuðningsmanna á Mælifelli.