- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Héraðsmót UMSS 17.júní 2013 í Sauðárkrókslaug.
Sundlaugin opnar kl. 10 og upphitun kl. 10:10, Mót kl. 10.30
Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar.
200 m fjórsund
100 m baksund
100 m flugsund
100 m bringusund
100 m skriðsund
500 m skriðsund Kerlingin og Grettisbikarinn.
Fyrsta keppnin var háð árið 1940 og er þetta því sjötugasta og þriðja aldursár keppninnar. Í fyrra stóðu Sigurjón Þórðarson og Ingunn Kristjánsdóttir sem sundknappar Skagafjarðar.
4 x 50 m Boðsund. Það eru fjórir keppendur af sama kyni í hverju liði og þarf hver keppandi að synda 50m frjálst sund. Á mótinu í fyrra var stjórn sunddeildar hvött til að setja saman boðsundsveit og skorar nú á aðrar deildir Tindastóls og/eða fyrirtæki í Skagafirði til að setja saman boðsundsveit/ir
-Síðasti skráningardagur er til miðnættis 14. Júní: sund@tindastoll.is Þarf að koma kt og nöfn og hvað liðið heitir einnig einstaklingsgreinar .
-Skilyrði að keppendur sem keppa á mótinu þurfa að vera með skráð lögheimili í Skagafirði og ekki skráð undir öðru félagi.
Verðlaunaafhending fer fram á sundlaugarbakka og verðlaun fyrir flottasta búninginn/fylgihlutinn karla og kvenna.
Hlökkum til að sjá keppendur og bæjarbúa.
Kveðja!
Stjórn sunddeildar Tindastóls