Fréttir
07.02.2013
Þrír strákar eru búnir að fá leikheimild með Tindastól fyrir næsta sumar. Guðni er búinn að skipta yfir í Tindastól frá Drangey og það sama má segja um Kára Eiríkis. Tindastóll er einnig búnir að fá Sigurð Hrannar Björnsson yfir til sín en hann var leikmaður Fram á síðustu leiktíð. Við bjóðum þessa stráka velkomna í hópinn.
Lesa meira
Fréttir
31.01.2013
Hollenska efstudeildar félagið FC Zwolle hefur gengið frá samningum við Rúnar Má Sigurjónsson, Skagfirðing og fyrrverandi leikmann Tindastóls. Rúnar Már var sem kunnugt er einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra og spilaði sinn fyrsta A-landsleik á dögunum. Flest allir og þar á meðal Rúnar sjálfur bjuggust við að hann færi til GIF Sundsvall í Svíþjóð en Hollenska liðið kom inn í myndina á síðustu stundu og náðu þeir að klófesta drenginn. Knattspyrnudeildin óskar Rúnari til hamingju með árangurinn og er ekki í nokkrum vafa að litla gervigrasið okkar hérna á Króknum hafi hjálpað Rúnari á leið sinni.
Lesa meira
Fréttir
24.01.2013
Arion banka mótið er innanflokksmót Tindastóls og eru það sjö yngstu flokkar félagsins sem tóku þátt. Allir voru velkomnir á þetta skemmtilega mót, hvort sem krakkarnir æfa fótbolta eða ekki. FeykirTV kíkti á mögnuð knattspyrnutilþrif laugardaginn sl.
Lesa meira
Fréttir
19.01.2013
Tindastóll hefur fengið besta leikmann síðasta tímabils aftur í sínar raðir. Strax eftir síðasta leik í fyrra fólust Valsmenn eftir kröftum hans, og skipti hann yfir í sitt uppeldisfélag. Eddi hefur hinsvegar ákveðið að flytja búferlum alfarið norður á Sauðárkrók og gengið var frá lánssamningi við Edda út tímabilið. Þetta er gríðarlega mikill styrkur fyrir okkur og bjóðum við strákinn hjartanlega velkominn norður í sæluna.
Lesa meira
Fréttir
16.01.2013
Undanfarin kvöld hafa verið fundir með foreldrum knattspyrnuiðkenda. Á þessum fundum hafa foreldraráð verið skipuð og ýmislegt rætt sem viðkemur fótboltanum.
Í kvöld eru fundir með foreldrum krakka í 4. og 3. flokki en sökum landsleiks í handbolta þá hefur verið ákveðið að breyta fundartímunum sem hér segir:
Lesa meira
Fréttir
16.01.2013
Ben Everson sem spilaði með okkur síðasta sumar er gengin til liðs við York City. York City spilar í League Two, sem er fjórða efsta deild á Englandi. Ben er búinn að vera á "Trial" hjá York í 3-4 vikur og leyst stjóra liðsins vel á Ben og samdi við hann til loka leiktíðar. York er í 15.sæti deildarinnar með 35.stig. Knattspyrnudeildin óskar Ben til hamingju með samningin.
Lesa meira
Fréttir
15.01.2013
Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.
Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu.
Lesa meira
Fréttir
04.01.2013
Konráð Freyr Sigurðsson hefur verið valin áfram á úrtaksæfingar hjá U19 ára landsliði Íslands.
Æfingar eru um þessa helgi í Reykjavík.
Lesa meira
Fréttir
03.01.2013
Fyrr í dag afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Tindastóli veglega gjöf. Það var fólksflutningabifreið að gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 CDI. Bifreiðin er ný og beint úr kassanum. Bifreiðin tekur 17 farþega og er sérstaklega gott bil á milli sætanna og eins er mjög mikið pláss fyrir töskur og farangur enda er bifreiðin sérlega löng. Í bifreiðinni er einnig afþreyingakerfi sem inniheldur m.a. DVD skjá og spilara.
Lesa meira
Fréttir
01.01.2013
Halldór Jón Sigurðsson ( Donni ) hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun stýra liði m.fl. karla þann tíma.
Donni tók við liðinu um mitt sumar árið 2010 og kom liðinu upp í 1.deild. S.l. sumar stýrði hann liðinu í þeirri deild þar sem liðin spilaði oft á tíðum gríðarlega skemmtilegan fótbolta og vakti athygli margra.
Lesa meira