Fótboltafréttir

2-2 Jafntefli gegn ÍBV

Tindastóll spilaði gegn ÍBV í lengjubikarnum og með flottum leik komu strákarnir tvisvar til baka gegn Pepsi-deildarliðinu og úrslit leiksins 2-2. Flottur leikur og mjög skemmtilegur bolti sem var spilaður hjá strákunum í gær. Næsti leikur er á þriðjudaginn gegn Grindavík.
Lesa meira

Silfurdrengirnir komnir heim eftir Greifamótið

4.flokkur karla tapaði úrslitaleik Greifamóts KA naumlega, en frammistaða drengjana var til fyrirmyndar. Tindastóll sendi til leiks eitt lið á Greifamóti - KA um helgina. Mótið er fyrir stráka í 4.flokku en það eru strákar fæddir 1999 og 2000 en yngri árgangurinn er að spila í fyrsta sinn á stórum velli......
Lesa meira

Bjarki Már gerist kartöflubóndi

Varnarjaxlinn og grunnskólakennarinn Bjarki Már Árnason sem hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin ár og liði Drangeyjar í fyrra hefur skipt yfir í Magna frá Grenivík sem leikur í 3.deild.
Lesa meira

2-0 tap gegn Íslandsmeisturum FH

Tindastoll mætti FH á laugardaginn sem leið. FH ingar voru töluvert mikið meira með boltann í leiknum en Tindastólsmenn spiluðu fantafínavörn allann leikinn og gerðu ógnarsterku liði FH mjög erfitt fyrir. Lokatölur leiksins hinsvegar 2-0 fyrir FH og er Tindastóll enn án stigi í A-deild Lengjubikarsins.
Lesa meira

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar

Lesa meira

Tap gegn Fylki

Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fylki þar sem Tryggvi Guðmundsson skoraði eina mark leiksins á 48.mín beint úr aukaspyrnu. Ágætis leikur hjá strákunum og með smá heppni hefðu þeir getað fengið eitthvað útúr þessum leik. Næsti leikur er á laugardaginn þegar við mætum Íslandsmeisturum FH í Akraneshöllinni
Lesa meira

11 leikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Tindastóll hefur gengið frá samningum við 11 leikmenn fyrir næsta sumar. 10 leikmenn skrifa undir til ársloka 2014 og einn til ársloka 2013. Gleðifréttir að svo margir skrifi undir í einu hjá félaginu og komi aftur heim í sumar.
Lesa meira

Riðlaskipting í 1.deild kvenna klár

Riðlaskipting er klár fyrir keppni í 1. deild kvenna í sumar. Leikin er tvöföld umferð áður en kemur fjögurra liða úrslitakeppni. Tindastóll er í A-riðli með Álftanes BÍ/Bolungarvík , Fram , Fylkir , Haukar , ÍA , ÍR og Víking Ó.
Lesa meira

Dregið í Borgunarbikarnum

M.fl kvenna mætir Völsung í 2.umferð Borgunarbikarsins. Spilað verður á Sauðárkróksvelli 28.maí. M.fl karla drógust gegn Dalvík/Reyni eða Hömrunum í 2.umferð bikarsins. Leikurinn verður spilaður á útivelli þrettánda eða fjórtánda Maí. Það má minnast þess að Tindastóll féll einmitt útúr bikarnum í fyrra gegn Dalvík/Reyni.
Lesa meira

Tindastóll semur við tvö leikmenn fyrir komandi tímabil

Christopher Tsonis og Ruben Resendes hafa samið við Tindastól fyrir næsta tímabil. Chris er framherji en Ruben miðjumaður. Við bjóðum þessa drengi velkomna í Tindastól og á Sauðárkrók næsta sumar.
Lesa meira