- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Frjálsíþróttakeppni “Reykjavíkurleikanna 2018” fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 3. febrúar. Um var að ræða árlegt boðsmót, þar sem flest af besta frjálsíþróttafólki landsins keppti, ásamt erlendum gestum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Kenýu og Svíþjóð. Þrír Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS, varð í 2. sæti í hástökki kvenna, á eftir Maju Nilsson frá Svíþjóð. Þóranna náði frábærum árangri, stökk 1,76m, sem er nýtt skagfirskt met, en gamla metið átti hún sjálf, það var 1,74, sett á MÍ í fyrra. Með þessum árangri náði Þóranna líka nýsettu lágmarki til keppni á NM U23, sem fram fer í Gavle í Svíþjóð 11.-12. ágúst í sumar.
Ísak Óli Traustason varð í 5. sæti í langstökki, stökk 6,96m og 8. sæti í 60m hlaupi á 7,19sek. Sveinbjörn Óli Svavarsson hljóp 60m á 7,33sek.
HÉR má sjá öll úrslit á mótinu.