- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Norðurlandameistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Uppsölum í Svíþjóð sunnudaginn 11. febrúar.
Íslendingar og Danir sendu sameiginlegt lið til keppni og voru 11 Íslendingar í liðinu.
Meðal keppenda í ÍSL/DAN-liðinu var Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS, sem keppti í hástökki kvenna. Þóranna stóð sig vel, stökk 1,73m, sem er nálægt hennar besta, og varð í 7. sæti.
Endanleg röð liðanna varð sú sama í kvenna- og karlaflokkum: 1. Svíþjóð, 2. Finnland, 3. Noregur, 4. Ísland/Danmörk.
Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var í þjálfarateymi íslenska liðsins.
HÉR má sjá heimasíðu mótsins.