- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja luku þriðju umferð fjöllamóta Íslandsmóts yngri flokka um helgina. Stelpurnar unnu B-riðilinn sannfærandi og strákarnir héldu sæti sínu í B-riðli, en þeir voru að spila þar í fyrsta skiptið.
Strákarnir í 9. flokki hófu Íslandsmótið sl. haust í D-riðli en hafa unnið sig upp í hverri umferð og var þetta í fyrsta skiptið sem þeir taka þátt í keppni í B-riðlinum. Þrátt fyrir að hafa unnið aðeins einn leik, áttu strákarnir möguleika á öðrum sigri amk og eiga því vel heima í þessum sterka riðli. Úrslit og stigaskor voru þessi:
Tindastóll – Stjarnan (32-24) 61-52
Stigaskor: Elvar 19, Pálmi 16, Örvar 14, Halldór 5, Arnar 5, Ólafur 2.
Tindastóll – Keflavík (30-32) 60-64
Stigaskor: Elvar 26, Pálmi 16, Örvar 11, Arnar 7.
Tindastóll – Fjölnir (28-36) 61-73
Stigaskor: Pálmi 35, Elvar 8, Örvar 8, Halldór 2, Arnar 2, Ólafur 2.
Tindastóll – Haukar (22-27) 42-59
Stigaskor: Pálmi 16, Arnar 9, Örvar 7, Elvar 5, Halldór 5.
Stelpurnar í 10. flokki unnu alla sína leiki í B-riðli um helgina og komust þar með upp í A-riðil fyrir síðustu umferðina sem er gríðarlega mikilvægt. Þar með eru allir eldri stúlknaflokkar Tindastóls komnir upp í A-riðil fyrir síðustu umferðina.
Tindastóll - KR 49-38.
Stigaskor: Linda Þórdís 21, Kolbrún Ósk 8, Bríet Lilja 8, Guðlaug Rún 7, Árdís Eva 5.
Tindastóll - Sindri 68-18
Stigaskor: Linda Þórdís 18, Bríet Lilja 18, Kolbrún Ósk 14, Guðlaug Rún 10, Árdís Eva 6 og Valdís Ósk 2.
Tindastóll - FSu 104-4
Stigaskor: Linda Þórdís 26, Bríet Lilja 18, Guðlaug Rún 17, Árdís Eva 14, Kolbrún Ósk 13, Sunna 8, Jóna María 4 og Valdís Ósk 4.
Unglingaflokkur karla tapaði fyrir Breiðablik í bikarnum á laugardaginn syðra en fyrr um daginn vann Tindastóll Fjölni í 8-liða úrslitum bikarkeppni 11. flokks og eru því komnir í undanúrslitin. Strákarnir spila við Njarðvíkinga í undanúrslitum hérna heima líklega um helgina. Stigaskor: Haukur 3, Pétur 19, Finnbogi 13, Friðrik 4, Viðar 21, Kristinn 14, Hannes 22.