10.flokkur stúlkna áfram í A-riðli

Tíundi flokkur stúlkna lék á fjölliðamóti í Njarðvík um helgina. Keflavík vann alla sína leiki og hlaut 8 stig, Haukar hlutu 6, Njarðvík 4, Tindastóll 2 og Breiðablik ekkert. Það þýðir að Breiðablik flyst niður í B-riðil en í þeirra stað kemur lið Hrunamanna. 
Lið Tindastóls í mótinu skipuðu þær Anna Valgerður Svavarsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Dagmar Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir, Linda Þórdís Róbertsdóttir, Sunna Þórarinsdóttir og Valdís Ósk Óladóttir. Þjálfari er Tashawana Higgins. 
Á laugardeginum spiluðu stelpurnar við Keflavík og Hauka. Leikurinn við Keflavík tapaðist 73-45. Stigahæstar í liði Tindastóls voru Bríet Lilja með 15 stig og Linda með 12. Leikurinn við Hauka tapaðist 50-27 en upplýsingar um stigaskor í þeim leik vantar. Á sunnudagsmorgun spiluðu stelpurnar við Njarvík og hvar þær voru lánlausar og töpuðu 44-30. Stigahæstar í þeim leik voru Linda með 9 stig, Kolbrún og Bríet með 8.
Þessi úrslit þýddu að Tindastólsstelpur léku úrslitaleik við Breiðablik um hvort liðið héldi áfram í A-riðli. Úrslit í þeim leik urðu 49-41 Tindastól í vil. Stigahæstar í þeim leik voru Bríet með 18 stig og Linda með 10.