Fjölnir fyrstir til að legga Stólanna í vetur.

Það var boðið uppá flottan leik frá báðum liðum í fyrri hálfleik, eftir 1 leikhluta sem endaði 17-19 var ekki annað að sjá en að þetta yrði spennuleikur. Í 2 leikhluta voru menn ennþá að berjast eins og ljón en Fjölnir vinnur 2 leikhluta 21-15 og leiða leikinn í hálfleik 38-34. 3 leikhluti var hnífjafn og baráttan til staðar hjá báðum liðum og ekki annað að sjá eftir leikhlutann að leikurinn verði jafn allt til enda Tindastóll vinnur 3 leikhluta 21-22. En það varð algjör snúningur á leiknum í 4 leikhluta og Fjölnir komu vel stemmdir á völlinn og gjörsigruðu Stólanna 36-22 og þar með leikinn 95-78, fyrsta tapið í 1 deild þennan veturinn staðreynd. Það vantaði framlög frá alltof mörgum leikmönnum og margir hverjir ekki skugginn af sjálfum sér í leiknum. Það verður heimaleikur hjá okkur á föstudaginn við Hamar kl 19:15 og vonandi verða allir klárir í þann leik. Stigaskor leiksins...Helgi R 29. Flake 13. Proctor 10. Pétur 8. Viðar 6. Ingvi 5. Helgi M 3. Friðrik 2. Hannes 2.