Flöskusöfnun á mánudag

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Tindastóls munu á mánudag, ganga í hús í bænum og safna flöskum til styrktar starfinu. Eru bæjarbúar beðnir um að taka vel á móti krökkunum.

Að þessu sinni eru það strákar í 7. flokki (ekki 6. bekkur), 8. og 9. flokkur drengja og síðan eldri stúlknaflokkar frá 9. flokki, sem eiga að taka þátt í söfnuninni.

Flöskusafnanirnar eru afar drjúgar í fjáröflunum vetrarins og alltaf eitthvað um tómar flöskur sem fínt er að losa sig við og styðja um leið við gott starf.

Búast má við því að krakkarnir verði á ferðinni eftir kl. 18 á mánudag.