- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar.
Í skýrslu formanns kom fram að mikil gróska er í starfinu og íþróttafólkið í sókn.
Reikningar deildarinnar sýna að fjárhagslega stendur deildin vel, er skuldlaus, og var rekin með nokkrum hagnaði á síðasta ári.
Þeir stjórnarmenn, sem gáfu kost á sér, voru endurkjörnir í stjórn:
Sigurjón Viðar Leifsson er formaður,
Guðrún Ottósdóttir gjaldkeri,
Eiður Baldursson ritari og
Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi.
Skipað verður í eitt sæti síðar, en Þórunn Ingvadóttir gaf ekki kost á endurkjöri.
Íþróttafólkinu, þjálfurunum, stuðningsliði og styrktaraðilum, eru færðar kærar þakkir fyrir frábær störf á síðasta starfsári.