- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Knattspyrnumaðurinn Hólmar Eyjólfsson mun leika með Tindastóli í sumar í 1.deildinni. Samningar náðust rétt fyir páska við félag hans VfL Bochum í Þýskalandi, en það var faðir hans Eyjólfur Sverrisson sem sá um þessa samninga fyrir Tindastól.
Hólmar er fæddur á Sauðárkróki árið 1990 og er sonur þeirra Eyjólfs Sverrissonar og Önnu Pálu Gísladóttur sem bæði eru Króksarar. Hólmar mun þó ekki leika allt tímabilið með Tindastóli, aðeins í júní og júlí en þá þarf hann að mæta til VfL Bochum á ný.
Þeir feðgar, Hólmar og Eyjólfur komu á Krókinn um hádegisbilið í dag og heilsuðu upp á væntanlega liðsfélaga og stjórn knattspyrnudeildarinnar.
Hólmar á 47 landsleiki að baki með ungmennaliðum Íslands og einn A landsleik.
Það verður mjög gaman að fá Hólmar hingað til okkur og hann kemur til með að styrkja okkur mikið. Hólmar getur spilað margar stöður fyrir okkur á vellinum og það verður frábært að sjá svo góðan leikmann í okkar hópi.
Fyrsti leikurinn sem Hólmar mun leika verður væntanlega 1. júní á móti Grindavík á Sauðárkróksvelli.
Eyjólfur Sverrisson faðir Hólmars lék fjölda leikja með Tindastóli hér á árum áður en gerðist síðan atvinnumaður m.a. í Þýskalandi.