- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Bjössi var lítið stressaður fyrir leikinn, völlurinn leit vel út í fjarska og ekkert því til fyrirstöðu en að byrja tímabilið á heimavelli.
Fullt af Akureyringum kíktu yfir heiðina til að styðja sína menn og heyrðist vel og mikið í þeim allan leikinn.
Stólarnir byrjuðu leikinn betur. KA var meira með boltann en meiri hætta var þegar Tindastóll sótti.
Eftir 20.mín leik tengdu Elvar og Beattie vel saman frammi, og það endaði með því að Beattie komst einn gegn Sandor Matus í marki KA en sá síðarnefndi hafði betur í þetta skiptið.
Stuttu seinna áttu KA menn góðan skalla að marki en Sebastian Furness varði mjög vel.
á 30.mín tók Atli Arnarson úr Lerkihlíðinni sig til og sólaði upp allt lið KA , fór framhjá Sandor en Ivan Dragetic klippti kallinn niður inní teig, Steven Beattie skoraði úr frákastinu en dómari leiksins var búinn að flauta víti. Dragetic fékk gult, Beattie á punktinn og 1-0 fyrir Tindastól niðurstaðan.
Fjórum mínutum seinna eru KA menn með aukaspyrnu útá velli, hár bolti inná vítapunkt þar sem Böddi hoppar hæst en því miður skallar hann boltann í eigið net.
Fjórum mínutum seinna eru KA menn komnir yfir en þá fær Tindastóll enn eitt markið í sumar á sig úr föstu leikatriði. Atli Sveinn Þórarinsson fær frítt hlaup að boltanum og þakkar pent fyrir sig með því að negla honum í netið.
Sex mínutum seinna brjálast KA menn. Beattie sólar upp hægri kantinn og greynilega brotið á honum tvisvar, hann kemst samt í þá stöðu að gefa fyrir, en þegar fyrirgjöfin mistekst beitir dómarinn hagnaði og fáum við aukaspyrnu útá kanti. Atli stillir honum upp, Elvar klár inní boxinu. Ivan Dragetic ákveður að snúa Elvar niður inní teig, sem endar með því að Ivan fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Dómarinn dæmir víti, Beattie á punktinn og jafnar leikinn.
KA menn skipuleggja sig vel í seinni hálfleik og gefa okkur mönnum fá færi á sér. KA menn fá 2 færi til að bæta við mörkum en við fáum einungis hálffæri.
Niðurstaðan leiksins 2-2. Strákarnir okkar geta verið vonsviknir með því að taka ekki öll stigin. Næsti leikur er útileikur gegn Víking 4.júlí.
Þeir áhorfendur sem ekki fóru á dagskrá Lummudaga sem var á sama tíma skemmtu sér vel, enda flottur leikur í boði hjá strákunum. Ekki er nú mikið um heimaleiki hjá meistaraflokk yfir árið og þökkum við þeim sem sáu sér fært að mæta á fyrsta alvöru heimaleikinn fyrir komuna.
Hægt er að sjá klippur úr leiknum hér
Áfram Tindastóll