- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Fyrri hálfleikurinn var frekar slappur hjá Tindastól. Víkingar réðu gangi leiksins og hefðu hæglega getað skorað 2-3 mörk í þeim hálfleik en þökk sé Sebastian Furness í markinu að svo fór ekki. Eina mark fyrri hálfleiks skoraði Aron Elís Þrándarson fyrir Víking eftir klaufalega hreinsun hjá okkar mönnum.
Seinni hálfleikur var allt annar, þar færðu okkar menn sig framar á völlinn og betur gekk að halda boltanum innan liðsins. Meira sjálfsstraust var komið í liðið og okkar menn ávallt líklegir fram á við. Það var síðan Eddi sem vann flotta tæklingu við vítateiginn og sendi langan bolta fram á Steven Beattie sem gerði árás á vörn Víkings og sendi boltann fyrir markið þar sem Elvar Páll setti boltann yfir línuna.
Eftir þetta voru bæði lið líkleg en hvorugt liðið náði samt að skapa sér afgerandi færi.
Niðurstaða leiksins 1-1 og geta strákarnir verið sáttir með 1.stig af erfiðum útivelli og hvernig þeir komu til leiks eftir í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik.
Næsti leikur er loksins heimaleikur, en hann verður á föstudaginn gegn Haukum.