Skagamenn lagðir af velli í gær.

Það var jafnræði með liðunum í 1 leikhluta en Stólarnir  unnu leikhlutann 23-24. Í 2 leikhluta tóku Stólarnir fastar á heimamönnum og unnu leikhlutann 25-39, og leiða leikinn með 15 stigum í hálfleik. Vinna Stólarnir svo 3 leikhlutann 21-26 og leiða leikinn 69-89 fyrir lokaleikhlutann. 4 leikhluta vinna svo Stólarnir 24-33 og þar með leikinn  93-122, góður sigur hjá strákunum. Var leikurinn mikil skemmtun og var frábært að sjá ungu pungana spila svona glimrandi leik. Fyrirliðinn spilaði tæpar 4 min af leiknum eftir að verða fyrir því að fá fingur í auga frá leikmanni ÍA en hann hristir það nú af sér. Pétur var með stórleik með 24 stig og 10 stoðsendingar ásamt því að vera að gæta stigahæsta leikmanns 1 deildar stóran part af leiknum. Voru allir að skila frábærum leik og liðið að spila frábæran körfubolta á köflum. Verð að taka það fram að Hannes kom ljónbrjálaður inní leikinn í 4 leikhluta og var að setja niður risakörfur 3stk  þriggja stiga ískaldur þessi vestur Húnvetningur sem á sko sannanlega framtíðina fyrir sér. Líka var það gaman að sjá Agnar og Friðrik Rondo koma inn og fá mínutur klárlega björt framtíð með þessum piltum.  Áfram Tindastóll.