Tindastóll lagði lið Breiðabliks í 1. deildinni í gær. Var leikurinn mikil skemmtun og léku Stólastelpur eins og enginn væri morgundagurinn. Voru skagfirsku stelpurnar að sýna sinn allra besta leik í vetur og hefur liðið unga verið að bæta sig gríðarlega á milli allra síðustu leikja. Breiðablik kom ósigrað í Síkið og ætluðu Blikastelpur líklega að halda því svoleiðis, en sú var ekki raunin. Gríðarlegur baráttuvilji og svakalegur varnarleikur skópu þennan sigur fyrir þær skagfirsku. Þótt að leikurinn hafi endað 61-51 gefur það ekki raun um leikinn því Tindastólsstúlkur voru á tímabili í leiknum komnar 20 stig yfir. Það er ekki annað en hægt að hrópa húrra fyrir liði Tindastóls því stelpurnar eru að leggja mikið á sig og eru sumar hverjar þeirra ungar að árum, það má með sanni segja að það sé bjart yfir kvennaboltanum í Skagafirði. Stigaskor gærdagsins.. Tas 20, Þóranna 15, Bríet 12. Linda 8, Ísabella 4, Erna 2.
Næsti leikur hjá stelpunum er útileikur gegn FSu 26/01 og verður gaman að sjá hvort þær fylgji þessu ekki sterkt eftir...Áfram Tindastóll.