19.11.2012
Það var hörkuleikur sem fór fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Leikurinn var fjörugur en það voru Tindastólsmenn sem höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 44 - 51. Stjörnumenn voru hins vegar ekki á því að gefast upp og náðu að snúa leiknum sér í hag í þriðja leikhluta og höfðu náð forustunni 76 - 66 fyrir loka leikhlutann. Spennan var því mikil í fjórða leikhlutanum þar sem Stjarnan þurfti 16 stiga sigur til að komast upp fyrir Tindastól í riðlinum. Stjörnumenn reyndu án afláts að auka muninn sem mest þeir máttu en Tindastóll barðist vel á móti og að lokum var munurinn 12 stig sem þýðir að það eru Tindastólsmenn sem eru komnir áfram í Lengjubikarnum og ástæða til þess að hrósa Bárði og liðsmönnum hans til hamingju með það.
Stig: George 25/11fráköst, Drew 22/12 stoðsendingar, Hreinsi 11, Helgi Rafn 7, Þröstur 6, Pétur 5, Arnar 4, Ingvi 3, Svavar 2 og Helgi Freyr 1.