- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Það hefur varla farið fram hjá neinum að meistaraflokkur karla hefur unnið sér þátttökurétt í lokakeppni Lengjubikarsins, sem leikin verður á föstudag og laugardag í Stykkishólmi. Tveir yngri flokkar ljúka svo 2. umferð fjölliðamótanna um helgina.
Tindastóll vann sigur í C-riðli Lengjubikarsins á mánudagskvöldið þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitaleik um sigur í riðlinum, en tapið var ekki það stórt að Stjarnan næði yfirhöndinni í innbyrðisviðureignum liðanna.
En hvað þýðir þetta?
Undanúrslit Lengjubikarsins verða leikin í Stykkishólmi á föstudaginn, en sigurvegarar þeirra viðureigna mætast svo í úrslitaleik á laugardag á sama stað. Tindastóll mætir sterku liði Þórs frá Þorlákshöfn kl. 18.30. Þessi lið hafa ekki mæst áður í vetur, en strax í næstu viku mæta Þórsarar í Síkið í deildinni. Tindastóll hefur náð frábærum árangri í Lengjubikarnum í vetur og er vel að þessari stöðu komið. Liðið hefur alla burði til þess að ná enn lengra í keppninni og klárt að hungrið er til staðar hjá strákunum. Þá mun reynslan síðan í bikarúrslitaleiknum án efa nýtast vel.
Báðir undanúrslitaleikirnir í Lengjubikarnum og úrslitaleikurinn sjálfur verða sýndir í beinni netútsendingu á Sport TV, sem sinnt hefur körfuboltanum hreint frábærlega í vetur. Þeir Kiddi Ká og Skarphéðinn hafa farið á kostum í lýsingum sínum.
Tindastóll - Þór Þorlákshöfn föstudag kl. 18.30
Snæfell - Grindavík föstudag kl. 20.30
Úrslitaleikur laugardag kl. 16.00
Stuðningsmenn ætla að hittast á Kaffi Krók í kvöld og horfa saman á leikinn. Yfir leiknum er hægt að gæða sér á mat, ofnbökuðum kjúklingarétti eða nautapottrétti og meðlæti. 25% af veitingasölunni rennur í sjóði körfuknattleiksdeildarinnar.
Tveir yngri flokkar loka síðan 2. umferð fjölliðamótanna um helgina. Það eru 10. flokkur stúlkna sem spilar í B-riðli á Flúðum og mæta þar sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna, Sindra frá Höfn og FSu. Það mót verður spilað á föstudag og laugardag.
Þá mun 9. flokkur drengja taka þátt í C-riðils fjölliðamóti í Glerárskóla á laugardag og sunnudag og er leikjaplan strákanna svona;
24-11-2012 12:00 | @ Skallagrímur/Reykdælir 9. fl. dr. | - | Glerárskóli |
24-11-2012 14:30 | @ Sindri 9. fl. dr. | - | Glerárskóli |
25-11-2012 09:45 | @ Snæfell 9. fl. dr. | - | Glerárskóli |
25-11-2012 13:30 | @ Þór Ak. 9. fl. dr. | - | Glerárskóli |