19.01.2014
Það var boðið uppá spennutrylli í Dalhúsum í kvöld þar sem Fjölnismenn voru heimsóttir í 8 liða úrslitum í Powerade bikarnum. Mættu Fjölnismenn ákveðnir til leiks og voru staðráðnir í því að ekkert yrði gefið í kvöld. Fyrsti leikhluti endaði jafn hjá liðunum 18-18 og voru menn að hitta mis vel í byrjun leiks. Tindastóll leiðir með einu í hálfleik eftir að leikhlutinn endar 17-18. Þriðja leikhlutann vinna svo heimamenn 23-21 og leiða leikinn með 1 stigi fyrir fjórða leikhlutann. En Tindastóll klárar leikinn í fjórða og eru menn að setja niður víti í lokin sem skilur af liðin, vinna leikhlutann 13-19 og leikinn 71-76. Fjölnismenn eiga hrós skilið fyrir baráttu það mega þeir sko eiga. Tindastóll hefur oft leikið betur, Flake t/d algjör lykilmaður í fyrri hálfleik og oft á tíðum fannst manni hann bara vera með liðið á herðunum. Fáum 6 stig af varamannabekknum, í svona leik er það bara of lítið en dugði þó samt að þessu sinni. Þeir Helgi Freyr, Helgi Rafn, Proctor og Flake með 70 stig af 76 slapp í þetta sinn , óvíst að það sleppi marga leiki að fjórir menn séu að sjá um stigaskorið. Sést greinilega þegar liðsheildin nær ekki að smella þá verða leikirnir mun mikið erfiðari. Stigaskor kvöldsins. Proctor 21. Flake 19. Helgi R 16. Helgi F 14. Ingvi 4. Viðar 2. Aðrir leikmenn skoruðu ekki. Áfram Tindastóll.