17.02.2014
Það var boðið uppá allt sem góður körfuboltaleikur getur boðið uppá í gær þegar Tindastólsdrengir heimsóttu ÍR-inga. Barátta allan tímann og hart tekist á á öllum vígstöðum, var jafnræði með liðunum framan af en heimamenn samt skrefinu á undan. Í 3 leikhluta virtist sem ÍR væru að ná að landa þessu en þeir komust 13 stig yfir, aldeilis ekki. Strákarnir spiluðu sig aftur inn í leikinn með frábærum leik og uppskáru framlengingu og virtust vera vel stemmdir fyrir hana. Í framlengingunni rann mikið æði á Sigurð pál sem var sjóðheitur og nýttu strákarnir sér það vel og skoraði Sigurður Páll 13 stig í röð í overtime þar af 3 þrista, var alveg frábært að sjá strákana spila, allir klárir þá eru þeir íllviðráðanlegir. Ingvi samur við sig að venju og setti 36 stig, hvað skyldi þessi Ingvi eiginlega fá sér í morgunmat. Áfram Tindastóll.