Ágætur árangur yngri flokkanna um helgina - UPPFÆRT!

Það voru þrír yngri flokkar sem tóku þátt í 2. umferð Íslandsmótsins um síðustu helgi. Þetta voru 9. flokkur stúlkna, 10. flokkur drengja og 7. flokkur drengja sem lék heima. Leik Tindastóls og Hauka í unglingaflokki var hins vegar frestað.

7. flokkur drengja spilaði hér heima í C-riðli. Strákarnir unnu D-riðilinn í 1. umferðinni. Strákarnir lentu í hörkuleikjum sem unnust eða töpuðust á mjög fáum stigum. Úrslit leikjanna urðu þessi:

Tindastóll - Grindavík 31-28. Stigaskor: Ragnar – 6, Guðmar – 3, Óðinn – 4, Víkingur – 2, Óskar – 4, Jón Arnar – 10, Hákon – 2.

Tindastóll - Snæfell 22-24. Stigaskor: Guðmar – 3, Hákon – 2, Skírnir – 4, Aron – 1, Hlynur -1, Ragnar – 8, Óskar – 2.

Tindastóll - Skallagrímur 24-28. Stigaskor: Ragnar – 10, Jón Arnar – 2, Skírnir – 2, Hákon – 2, Óðinn – 2, Guðmar -6

9. flokkur stúlkna spilaði í A-riðli í Kennaraháskólanum. Stelpurnar mættu þar liðum Ármanns, Keflavíkur, Njarðvíkur og Hrunamanna. Kalli þjálfari sendi inn eftirfarandi pistil:

Tindastóll – Ármann                   55 - 19 (25-9)

Ármenningar komu upp eftir fyrstu umferðina. Liðið er frekar óskipulagt og oft erfitt að spila vörn á móti slíkum liðum. Við vorum smá tíma í gang í fyrsta leikhluta, lentum 0-4 undir í byrjun og vorum býsna lengi að laga okkar stöðu, en svo fór þetta að rúlla betur. Ármann skoraði ekki fleiri en 6 stig í leikhluta á meðan við vorum að setja þetta 11-16 stig í leikhlutnum. Svo sem ekki mikið um þenna leik annað að segja en að við unnum þarna fínan sigur.

Stigaskor og önnur tölfræði; Bríet Lilja 18 stig, 9 fráköst og 3 varin skot, Jóna María 12 stig, 2 stoðsendingar og 2 stolnir, Kolbrún Ósk 8 stig, 6 fráköst og 3 stolnir, Anna Valgerður 4 stig og 3 fráköst, Valdís Ósk 4 stig og 3 fráköst, Júlía 3 stig og tveir stolnir, Sunna 2 stig, Hafdís Lind 2 stig, Dagmar Björg 2 stig.

Tindastóll – Keflavík       26 - 58 (14-30)

Við fórum í þennan leik með því hugarfari að gera betur en síðast. Ég var mjög ánægður með leikinn og þetta var klárlega besti leikur okkar í mótinu sem skýtur kannski svolítið skökku við . En stelpurnar spiluðu grimma vörn í upphafi sem kom Keflavík talsvert í opna skjöldu. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 5-11 fyrir Keflavík og við á góðu leikplani. Annar leikhlutinn var þó strembnari og töpuðum við honum 8-19 og staðan 14-30 í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn en Keflavík vann hann 8-4 og í síðasta leikhlutanum gáfum við aðeins of mikið eftir og lokatölur 26-58. 32 stiga tap, betra en síðast og markmiðinu að því leytinu til náð í leiknum. Stigin; Bríet Lilja 8 stig og 3 fráköst, Kolbrún Ósk 4 stig og 2 stoðsendingar, Valdís Ósk 4 stig og 3 fráköst, Sunna 3 stig og 3 fráköst, Jóna María 3 stig og 4 fráköst, Anna Valgerður 2 stig og 4 fráköst, Hafdís Lind 2 stig.

Tindastóll – Njarðvík                  31 - 32 (17-25)

Þokkalegt jafnræði var þó með liðunum í fyrsta leikhlutanum og fram í annan og komumst við meira að segja yfir 13-8 með 7-0 áhlaupi þar sem vörnin okkar var frábær. En þá var engu líkara en okkar stelpur héldu að þetta kæmi nú allt af sjálfu sér og slökuðu verulega á varnarleiknum. Það varð að sjálfsögðu til þess að Njarðvík jafnaði og komst í góða forystu eftir 4-17 áhlaup á okkur. Gríðarleg vonbrigði. Staðan í hálfeik var því allt í einu orðin 17-25. Mikil spenna var í þriðja leikhlutanum þar sem lítið gekk að skora og sá leikhluti fór 2-5 fyrir Njarðvík og útlitið ekki gott fyrir síðasta leikhlutann. Við skiptum yfir í svæðisvörn sem sló Njarðvíkurstúlkur út af laginu og eftir að Njarðvík skoraði fyrstu tvö stig leikhlutans, skoruðu þær ekki stig það sem eftir lifði leiks. Við mjötluðum forskotið niður smám saman og Kolbrún minnkar muninn í 1 stig þegar um 15 sekúndur voru eftir. Við náðum hins vegar ekki að brjóta á þeim til að setja þær á vítalínuna og því fór sem fór.  Ekki var tekin tölfræði í þessum leik, en stigaskorið var svona; Kolbrún Ósk 8 stig, Valdís Ósk og Jóna María 7 hvor, Bríet Lilja 5 og Anna Valgerður og Júlía 2 hvor.

Tindastóll – Hrunamenn            35 – 28 (14-12)

Hrunamenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn okkur til að hanga uppi, þar sem þær töpuðu óvænt fyrir Ármanni. Hrunamenn spiluðu sterka 2-3 svæðisvörn, erum með mjög hávaxið lið og erfitt fyrir okkur að glíma við það. Við vissum því á hverju var von og möguleikar okkar byggðust á því að við næðum að setja skotin að utan niður, en því miður vorum við ekki á góðum skotdegi, þó við næðum að búa okkur til mjög góð skot út úr motion sókninni okkar. Staðan var 6-13 eftir fyrsta leikhlutann og þegar nálgaðist hálfleikinn var hún orðin 8-29. Þá kom Kolbrún Ósk með tvo góða þrista í röð og það gaf okkur smá von. Jafnvægi var í þriðja leikhlutanum sem fór 8-10 fyrir Hrunamenn og þær lönduðu svo öruggum sigri á okkur 25-52. Þrátt fyrir frekar stórt tap er lítið við því að segja. Það er gríðarlega erfitt í þessum flokki að spila á móti svæðisvörn sem hefur mjög hávaxna leikmenn. Hrunamenn fengu mikið sjálfstraust í sóknarleik sínum með þessari góðu vörn og voru að hitta mjög vel. Stigaskor; Bríet Lilja 7 stig, 11 fráköst og 3 stoðsendingar, Kolbrún Ósk 6 stig, 3 fráköst og 3 stolnir, Valdís Ósk 4 stig og 4 fráköst, Jóna María 4 stig og 3 fráköst, Anna Valgerður 2 stig og Hafdís Lind 2 stig.

10. flokkur drengja spilaði í C-riðli í Rimaskóla og stóðu strákarnir sig vel og unnu alla sína leiki og þar með riðilinn. Nú þurfa þeir að sýna það að þeir geti haldið sér uppi í næsta B-riðilsmóti, en þeir hafa verið eins og jójó á milli B og C. Oddur þjálfari sendi heimasíðunni eftirfarandi pistil:

10. flokkur karla keppti um nýliðna helgi í fjölliðamóti.  Leikið var í Rimaskóla í Grafarvogi í C-riðli.  Leikmenn Tindastóls voru: Leó, Daníel, Friðrik, Hlynur, Arnar, Sævar, Bragi, Ágúst, Hlöðver, Pálmi, Jónas, Elvar og Atli.  Liðin sem voru með okkur í riðli voru Skallagrímur, Valur, Fjölnir-b og FSu.

Tindastóll – Fjölnir-b 65-31 (12-29)

Fyrsti leikur mótsins hjá Tindastól var gegn gestgjöfunum í Fjölni.  Leikurinn var nokkuð þægilegur frá upphafi til enda.  Við spiluðum nokkuð sterka vörn og andstæðingarnir voru fljótir að gefast upp. Staðan í hálfleik var 12-29.  Slakað var aðeins á í vörninni í seinni hálfleik og skoruðu Fjölnismenn nokkrar körfur.  Góður leikur hjá Tindastól en vonbrigðin voru þau að við hittum einungis úr 1 víti af 16.

Helsta tölfræði Tindastóls: Leó 12stig/9frá, Hlöðver 9, Pálmi 9, Friðrik 8, Atli 7, Daníel 6/6frá, Ágúst 6/3frá, Bragi 4/3frá, Sævar 4, Elvar 2/4 frá, Hlynur 0/4 stoð

Tindastóll – FSu 40-29 (18-13)

Annar leikur okkar var gegn liði FSu frá Selfossi.  Við vorum full afslappaðir fyrir leik og einbeitningin var ekki nægilega góð.  Selfyssingarnir skoruðu fyrstu 3 stigin en þá hrukkum við í gang og staðan eftir fyrsta leikhluta 12-9.  Erfiðlega gekk að skora í öðrum fjórðungi hjá báðum liðum, staðan í hálfleik 18-13.  Illa gekk að hrista FSu af okkur og við vorum ekki að spila upp á okkar besta, staðan eftir þrjá leikhluta 28-19.  Í fjórða leikhlutanum náðu Selfyssingarnir að minnka muninn niður í 4 stig en nær komust þeir ekki, lokastaða 40-29.  Það var klárt mál að við þyrftum að spila mun betur en í þessum leik til þess að sigra leikina gegn Val og Skallagrími.

Tölfræði:  Leó 12, Hlynur 8/5stoð/3frá, Bragi 6, Hlöðver 4, Daníel 4/4stolnir, Arnar 2/4frá, Pálmi 2/4frá, Atli 2, Ágúst 2, Elvar 0/3stoð, Friðrik 0/4frá.

Tindastóll – Skallagrímur 44-41 (18-27)

Fyrsti leikur sunnudagsins var gegn Skallagrími, það þótti nokkuð ljóst að sigurliðið myndi sigra riðill og keppa í b-riðli eftir áramót.  Í fyrsta leikhlutanum var leikurinn í ágætis jafnvægi staðan 7-11.  Annar leikhlutinn byrjaði ágætlega og náðum við að jafna 15-15.  Síðustu mínúturnar voru hinsvegar slakar og vorum við komnir í smá holu, staðan í hálfleik 18-27.  Í síðari hálfleik var ákveðið að breyta um varnaraðferð, hægði það verulega á Skallagrímsmönnum.  Þó svo að varnarleikurinn batnaði þá áttum við í vandræðum með að skora, staðan eftir þrjá leikhluta var 25-31.  Augljóst var að menn ætluðu að selja sig dýrt í lokafjórðungnum.  Loksins fóru skotin að detta niður og menn skutu boltanum með meira sjálfstrausti. Skallagrímsmenn byrjuðu fjórða leikhlutan vel og komust í 36-30 en þá skorðum við átta stig í röð og breyttum söðunni í 38-36 okkur í vil. Þeir komst aftur yfir með þrist staðan 40-41 og um 2 mínútur eftir.  Strákarnir héldu haus og kláruðu leikinn, staðan 44-41.

Tölfræði: Leó 10/4frá, Pálmi 10/3stoð, Arnar 7/4frá/3stolnir, Elvar 6, Ágúst 5, Hlynur 4/4stoð/3stolnir, Friðrik 2.

Tindastóll – Valur 62-38 (31-16)

Lokaleikur riðilsins var gegn Val og vissum við að við nauðsynlegt væri að sigra leikinn annars myndi Skallagrímur fara upp um riðil.  Við byrjuðum leikinn ágætlega og leiddum eftir fyrsta fjórðung 12-8, svekkandi var þó að við klikkuðum á 5-6 sniðskotum sem hefðu átt að gefa okkur um eða yfir 10 stig.  Í öðrum fjórðung spiluðum við mjög aggresíva vörn og fengum mikið af auðveldum körfum, staðan í hálfleik 31-16.  Varnarleikurinn sem var frábær í öðrum leikhluta gleymdist á bekknum í þeim þriðja og skorðu Valsarar að vild en sem betur fer gerðu við það líka, staðan eftir þrjá 34-51.  Í lokafjórðungnum var öruggt að við myndum sigra leikinn, staðan 38-62.

Tölfræði: Leó 12/4frá, Arnar 9/9frá, Daníel 8/5frá, Elvar 8, Pálmi 6/5stoð/4stolnir, Hlöðver 4/3frá, Jónas 4, Friðrik 3, Hlynur 2/7stoð/4frá, Bragi 2/4stolnir/3stoð, Sævar 2, Ágúst 2/4frá.

Niðurstaða mótsins var sú að við sigruðum 4 leiki af fjórum.  Spiluðum við vel mestmegnis af mótinu og er það vel.  Varnarleikurinn var mun betri en í síðasta móti og þá sérstaklega er hjálparvörnin góð.  Sóknarleikurinn er líka að batna og á eftir að verða betri. Leikið verður í b-riðlinum næst og verður það mót 9-10 febrúar á næsta ári.