- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Eins og áður er skráning í gegnum Nora kerfið og í boði er 25% systkinaafsláttur. Einnig er boðið upp á þann valkost að dreifa greiðslum eða fá greiðsluseðil fyrir gjöldunum. Opið er fyrir skráningu til 22. janúar nk.
Skráningarsíðan er hérna: https://umss.felog.is
Fljótlega verður einnig boðið upp á þann valkost að greiða árgjöld. Þar sem þegar er ein önn búin af þessu fótbolta ári (þau eru yfirleitt miðuð við flokka skipti á haustin) þá verður um að ræða 2/3 árgjald til haustsins en eftir það verður um venjulegt árgjald að ræða.
Árgjöldin verða fyrst um sinn ekki lægri en hin venjubundnu gjöld fyrir hverja önn fyrir sig en þeim, ólíkt annagjöldunum, mun fylgja vegleg gjöf að verðmæti 5-10 þús krónur í vor. Að þessu sinni mun slík gjöf fylgja 2/3 árgjaldinu en eftirleiðis mun hún fylgja árgjaldinu.
Ef þið hyggist greiða árgjald, kæru foreldrar/forráðamenn þá mæli ég með að bíða með að greiða gjöldin þar til sá greiðslumöguleiki verður í boði. Tilkynnt verður sérstaklega um þegar opið verður fyrir greiðslu á þeim. Ef þið hyggist hins vegar greiða fyrir vorönnina eina og sér er það hægt strax.