- Forsíða
- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Tindastóll getur tryggt sér sæti í lokakeppni Lengjubikarsins í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í Garðabænum í lokaleik riðilsins.
Tindastóll hefur fullt hús stiga í riðlinum, eftir 5 leiki, en Stjarnan fylgir þar fast á eftir með 8 stig. Strákarnir bjuggu vel í haginn með 15 stiga sigri hér heima gegn Stjörnunni en það er sannarlega ekki á vísan að róa að fara í leiki með eitthvert forskot í meðgjöf. Strákarnir verða að nálgast þennan leik eins og alla aðra, með því markmiði að sigra.
Stefnt er að útsendingu á Tindastoll TV og samverustund stuðningsmanna á Mælifelli. Stuðningsmenn eru beðnir um að fylgjast með Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar, þar sem þetta verður nánar uppfært.
Leikurinn verður allavega í beinni tölfræðiútsendingu á kki.is.