Útileikur í Þorlákshöfn í KVÖLD!!

Meistaraflokkurinn heldur suður yfir heiðar í dag og etur kappi við Þórsara í Þorlákshöfn kl. 19.15. Strákarnir sýndu það gegn Snæfelli á mánudaginn að á góðum degi geta þeir lagt hvaða lið sem er.

Þórsarar sitja í 2. sæti deildarinnar með 26 stig, en Tindastóll er kominn í 12 stig og situr liðið sem stendur í 9. sæti. Það er mikil barátta ennþá um sæti í úrslitakeppninni og fall og í kvöld er mikilvægur leikur í þeirri baráttu þegar KFÍ heimsækir ÍR-inga í Breiðholtinu. Einnig heimsækja Fjölnismenn Njarðvíkinga.

Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV og ætla stuðningsmenn að hittast á Mælifelli af því tilefni, gæða sér á veitingum af hlaðborði og njóta stundarinnar. 25% af veitingasölunni rennur í sjóði körfuknattleiksdeildar að venju.

Leikir 18. umferðar eru þessir:

28-02-2013 19:15 Grindavík KR
28-02-2013 19:15 Snæfell Keflavík
28-02-2013 19:15 Stjarnan Skallagrímur
28-02-2013 19:30 ÍR KFÍ
01-03-2013 19:15 Njarðvík Fjölnir
01-03-2013 19:15 Þór Þ. Tindastóll

Staðan í deildinni fyrir 18. umferðina er svona:

1. Grindavík 14/4 28
2. Þór Þ. 13/5 26
3. Snæfell 13/5 26
4. Keflavík 12/6 24
5. Stjarnan 11/7 22
6. KR 10/8 20
7. Njarðvík 9/9 18
8. Skallagrímur 7/11 14
9. Tindastóll 6/12 12
10. KFÍ 5/13 10
11. Fjölnir 4/14 8
12. ÍR 4/14 8

Hörkubarátta framundan og ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða leiki liðin frá 8. sæti og niður úr eiga eftir:

Skallagrímur:

28-02-2013 19:15 @ Stjarnan -
07-03-2013 19:15 gegn Snæfell -
14-03-2013 19:15 @ KR -
17-03-2013 19:15 gegn Þór Þ. -

Tindastóll:

01-03-2013 19:15 @ Þór Þ. -
07-03-2013 19:15 gegn Njarðvík -
14-03-2013 19:15 @ ÍR -
17-03-2013 19:15 gegn Grindavík -

KFÍ

28-02-2013 19:30 @ ÍR -
07-03-2013 19:15 gegn Grindavík -
14-03-2013 19:15 @ Stjarnan -
17-03-2013 19:15 gegn KR -

Fjölnir:

01-03-2013 19:15 @ Njarðvík -
08-03-2013 19:15 gegn ÍR -
14-03-2013 19:15 @ Grindavík -
17-03-2013 19:15 gegn Stjarnan -

ÍR:

28-02-2013 19:30 gegn KFÍ -
08-03-2013 19:15 @ Fjölnir -
14-03-2013 19:15 gegn Tindastóll -
17-03-2013 19:15 @ Keflavík -