Ekkert gefins í Síkinu
20.01.2017
Fjallbrattir ÍR-ingar mættu vígreifir í Síkið í gærkvöldi og hugðust fylgja eftir góðum sigri á Stjörnunni með því að gera Tindastólsmenn að sínum næstu fórnarlömbum. Slæm byrjun ÍR setti það plan í uppnám og lið Tindastóls leiddi allan leikinn þó munurinn færi alveg niður undir tvö stigin í lokakafjórðungnum. Stólarnir höluðu því inn tvö stig í leik þar sem fegurðin lét í minni pokann fyrir krafti og baráttu. Lokatölur 84-78.
Lesa meira