Aðalfundur körfuknattleiksdeildar.

Fundurinn hófst með tillögu um að Viggó Jónsson yrði fundarstjóri. Gunnlaugur Sighvatsson fór um farinn veg með skýrslu stjórnar . Una gjaldkeri fór með skýrslu gjaldkera og var deildin rekin með smá hagnaði. Eiríkur fór með skýrslu unglingaráðs og gekk rekstur hennar vel. Svo var komið að stóru málunum KOSNINGU FORMANNS.  Tveir gáfu kost á sér Stefán Jónsson og Jón Ingi Sigurðsson og  svo fór að Stefán var kosinn formaður og óskum við honum til hamingju. Næsta mál kosning stjórnar,  þar komu fram tvær tillögur,  tillaga stjórnar og tillaga utan úr bæ.  Miklar pælingar komu upp um hvernig skyldi kosið. Viggó ráðfærði sig við Magga Svavars sem sagði að þegar tvær tillögur lægju fyrir yrði kosið um þær og varð ofan á að tillaga stjórnar var samþykkt. Í stjórn eru Stefán Jónsson (formaður) Una Sigurðardóttir (gjaldkeri), Hafdís Einarsdóttir, Ásmundur Baldvinsson, Ólafur Björn Stefánsson og Björn Hansen og óskum við þeim góðs gengis. Svo var komið að liðnum önnur mál. Þar kom stjórnin með tillögu um breytingu á uppgjörstímabili þar sem það yrði 1. maí til 30. apríl og var það samþykkt.  Fleiri mál voru ekki á dagskrá og sleit Viggó þá fundinum með dugnaði, þökkum við honum fyrir það.