Fjölliðamóti 10.fl.stúlkna um síðustu helgi.

10. flokkur stúlkna spilaði heima í fjölliðamóti um helgina. Fyrirfram var búist við erfiðri helgi þar sem tvær af stúlkunum gátu ekki verið með vegna landsliðsæfinga í knattspyrnu (fjölhæfar stelpur!). 
Lið Tindastóls skipuðu: Anna Valgerður Svavarsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Dagmar Rúnarsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir, Linda Þórdís Róbertsdóttir, Sunna Þórarinsdóttir, Telma Einarsdóttir og Valdís Óladóttir. 
Eftir tvær mínútur í fyrsta leik gegn Haukum sneri Valdís sig illa á ökkla. Sá leikur tapaðist 37-28, sem var óþarflega stórt miðað við gang leiksins. Stig Tindastóls: Bríet Lilja 17, Linda Þórdís 9 og Hafdís 2. 
Seinni leikurinn á laugardag var gegn Njarðvík en hann vannst nokkuð örugglega 55-37. Í þeim leik snéri Sunna sig líka á ökkla og því þynntist hópurinn enn frekar. Stig Tindastóls: Bríet Lilja 29, Linda Þórdís 12, Hafdís 8 og Dagmar 6. 
Á sunnudagsmorguninn komu þær Hera Ásbjörnsdóttir og Sigrún Þóra Karlsdóttir við  hópinn í stað þeirra Valdísar og Sunnu. Stelpurnar byrjuðu daginn á því að vinna Hrunamenn 56-34 og tryggðu sér þar með áframhaldandi sæti í A-riðli. Stig Tindastóls: Linda Þórdís 21, Bríet Lilja 13, Dagmar 13, Hafdís 7 og Sigrún 2. 
Segja má að bensínið hafi verið búið þegar að koma að síðasta leik við Keflavík sem hefur undanfarin ár haft mikla yfirburði í þessum aldursflokki. Leikurinn fór 65-26 fyrir þeim keflvísku. Stig Tindastóls: Linda Þórdís 11, Bríet Lilja 8, Hafdís 5 og Dagmar 2. 
Hrósa verður stelpunum fyrir frammistöðuna um helgina og ekki síst yngri stelpunum (f.99 og 2000) sem komu inn, tóku ábyrgð og stóðu fyllilega fyrir sínu.