9. flokkur drengja spilaði í B-riðli í Borgarnesi. Í fyrsta leiknum unnu strákarnir KR-b 54-47. Seinni leikurinn á laugardaginn var gegn Haukum en hann tapaðist með einu stigi, 44-43. Á sunnudaginn töpuðu þeir svo fyrir sameiginlegu liði Skallagríms og Reykdæla, 69-59 og unnu svo að lokum Val 56-46. Lið Skallagríms/Reykdæla unnu alla sína leiki og leikur næst í A-riðli. Næstir komu Haukar með 6 stig, þá Tindastóll með 4, KR-b með 2 og Valur ekkert og féll niður í C-riðil.
Lið Tindastóls skipuðu þeir Hlynur Þrastarson, Örvar Pálmi Övarsson, Ragnar Ágústsson, Andri Ásmundsson, Kristinn Freyr Briem, Guðni Bjarni Kristjánsson, Jón Arnar Pétursson, Aron Halldórsson, Halldór Broddi Þorsteinsson, Hartmann Felix Steingrímsson og Rúnar Ingi Stefánsson,
Drengjaflokkur vann Stjörnuna eins og áður hefur verið greint frá 74-60 heima á laugardaginn. Að lokum tapaði unglingaflokkur Tindastól fyrir Njarðvík á útivelli á sunnudagskvöldið 97-68.