17.11.2013
Fyrir leikinn bjuggust nú líklega margir að róðurinn yrði erfiður fyrir ungt lið okkar á móti Stjörnunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Stjarnan þó aðeins á undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta 17-12 fyrir Stjörnukonur. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti en Tindastólsstelpurnar unnu hann þó samt með 4 stigum og allt í járnum í fyrri hálfleik, 33-32 fyrir Stjörnuna í hálfleik. Stjarnan vinnur svo 3 leikhluta 19-14 og heldur í fjórða leikhlutann með 6 stiga forystu á skagfirsku hörkutólin 52-46. En í byrjun 4 leikhluta smellur Tindastólsliðið svo hressilega í gang og læsir öllu hjá sér og að mér fannst hendir lyklunum í leiðinni. Í stöðunni 52-46 byrjar ballið og skora stelpurnar 16 næstu stig í leiknum og staðan orðin 52-62 og um 6 mínútur eftir af leiknum. Á næstu 4 mínútum skora Stjörnustúlkur 10 stig á móti 2 frá okkur, en eftir það loka stelpurnar öllu aftur hjá sér og landa 62-70 sigri, sigruðu fjórða leikhlutann 10-24. Frábær liðssigur sem stelpurnar eiga eftir að geta byggt á í komandi leikjum. Tas var með ótrúlegan leik í gær skoraði 32 stig, 14 fráköst, stal 13 boltum og fiskaði 10 víti, Linda Þórdís 12 stig, 10 fráköst. Bríet 11 stig, 5 fráköst og 5 stoð. Þóranna 10 stig, 5 fráköst og 3/5 í þriggja. Erna 2 stig og 6 fráköst. Ísabella 2 stig, 3 fráköst. Ólína 1 stig og 4 fráköst. Verður gaman að fylgjast með þessum frábærum stelpum í vetur og eru þær til alls líklegar miða við þessa spilamennsku eins og þær sýndu í gær.