Stelpurnar halda áfram að gera gott mót, sigruðu FSu.

Stelpurnar halda áfram að sýna hvað í þeim býr og sigruðu FSu sannfærandi í Iðu á Selfossi í gær. Voru stelpurnar að spila frábæran körfubolta og var aldrei spurning hvoru megin sigurinn yrði í þessum leik. Stelpurnar eru að ná að halda andstæðingum sínum í rétt um 50 stigum með frábærum varnarleik, er varnarleikurinn að verða eitt heitasta vörumerki liðsins, lokatölur leiksins  50-69. Er mikil spenna hlaupin í 1 deildina þar sem 4 lið eru jöfn á toppnum. Breiðablik og Fjölnir eru búin að leika 8 leiki, Tindastóll 9 leiki og Stjarnan 10 leiki. Þessi 4 lið eru öll komin með 12 stig í deildinni og mikil spenna framundan í næstu leikjum. Verð að taka það fram að Bríet átti stórleik og réðu þær sunnlensku ekkert við hana, þegar upp var staðið hafði Bríet skorað 23 stig og er til alls líkleg í næstu leikjum. Næsti leikur hjá Stelpunum verður leikinn í Varmahlíð laugardaginn 8 febrúar, vegna þorrablóts í íþróttahúsinu. Grindavík B koma þá í heimsókn og hefst leikurinn kl 14:00. Hvet alla til að gera sér ísívélinni ferð í KS Varmahlíð og koma svo á leikinn og hvetja stelpurnar (OKKAR).


Stigaskor leiksins Bríet-23. Tas-21. þóranna-9. Ísabella-6. Linda-6. Jóna-3.