Öruggur sigur á Egilsstöðum

Jæja leikurinn við Hattar menn var loksins spilaður í kvöld. Var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en leiddu samt Stólarnir í hálfleik  37-50. Í 3 leikhluta skildu leiðir með liðunum og sigruðu Stólarnir hann með 13 stiga mun og var munurinn bara of mikill fyrir  Hreinsa og félaga,  náðu Hattarmenn aldrei að ógna eftir það. Var það liðsheildin að venju sem skóp þennan sigur með Proctor í broddi fylkingar. Einnig get ég ekki sleppt því að minnast á Ingva Rafn sem átti sankallaðann stórleik í kvöld, ekki slæmt að eiga svona leynivopn innan raða liðsins.
Næsti leikur hjá strákunum verður í Smáranum á föstudagskvöld við Augnablik. Síðan leika þeir aftur á sunnudag líka fyrir sunnan í 8 liða úrslitum í Powerade bikarnum við Fjölni, fer sá leikur fram í Dalhúsum. Hvet ég alla stuðningsmenn og konur að mæta og sýna strákunum stuðning í Höfuðborginni. Stigaskor kvöldsins: Antoine Proctor 25/7 fráköst, Ingvi Rafn 15, Pétur Rúnar Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 13, Helgi Freyr Margeirsson 7, Viðar Ágústsson 6/6 fráköst, Darrell Flake 4/12 fráköst, Hannes Ingi Másson 3, Finnbogi Bjarnason 2, Ingimar Jónsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 1, Friðrik Þór Stefánsson 0. Áfram Tindastóll.