- Félagið
- Fótbolti
- Körfubolti
- Sund
- Frjálsar
- Skíði
- Júdó
- Bogfimi
- Badminton
Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Aðrir leikir í Maltbikarnum verða Keflavík-Haukar, Breiðablik-Höttur og Njarðvík-KR. Stólarnir eiga harma að hefna frá því fyrr í vetur þegar ÍR-ingar skelltu þeim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar hér í Síkinu.