Fréttir

Körfuboltaveisla á sunnudaginn

Unglingaflokkarnir og Domino's deildin
Lesa meira

Stólarnir sterkari en Skallarnir á lokasprettinum

Tindastólsmenn heimsóttu Skallagrímspilta í Borgarnesi í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik, enda liðin í hörkubaráttu á sitt hvorum enda stigatöflunnar, og stuðningsmenn liðanna voru ekki sviknir. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, Skallarnir yfirleitt með nauma forystu en á lokamínútunum reyndust Stólarnir sterkari og lönduðu góðum sigri í Fjósinu, 81-88.
Lesa meira

Skallagrímur - Tindastóll

Annað kvöld klukkan 19.15
Lesa meira

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum innanhúss

Eitt gull og fimm brons var uppskera Skagfirðinga
Lesa meira

Leikir helgarinnar

Nokkrum leikjum frestað.
Lesa meira

Tindastóll með keppendur á Vormóti JSÍ í júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls voru skráðir til leiks á Vormót JSÍ sem haldið var hjá Júdófélagi Reykjavíkur í dag.
Lesa meira

Nýtt skráningakerfi UMSS

NÓRI
Lesa meira

Sigur Tindastóls í sveiflukenndum leik

Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Lesa meira

Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI

Kæru foreldrar, forráðamenn og íþróttaiðkendur, Þann 24. Febrúar, verður opnuð ný skráningar- og greiðslusíða NÓRI, á vegum Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélags Skagafjarðar. Til að byrja með verður hægt að skrá iðkendur sem eru á æfingum/námskeiðum hjá UMF Tindastól í frjálsum, júdó, knattspyrnu, körfubolta og í sundi, einnig geta þeir sem eru á æfingum/námskeiðum hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð skráð sínar iðkendur. Skráning fer fram hér : https://umss.felog.is/ Leiðbeiningar um skráningar má finna: https://greidslumidlun.is/media/1142/leidbeiningar-forradamanna.pdf Nánari upplýsingar veitir Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS á netfanginu umss@umss.is eða í síma 453 5460
Lesa meira

Stólarnir skinu skært gegn ljóslausum Stjörnumönnum

Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Lesa meira