Fréttir

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 12. júlí og hefst það kl. 13:00. Keppt verður í 100m og 200m hlaupum, langstökki, hástökki, kúluvarpi og spjótkasti. Mótið er opið öllum 12 ára og eldri.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram á Selfossi helgina 27.- 28. júní. Stefanía Hermannsdóttir náði bestum árangri Skagfirðinga á mótinu, en hún varð í 2. sæti í spjótkasti 12 ára stúlkna, kastaði 24,13 m.
Lesa meira

Frjálsíþróttalandsliðið í Evrópukeppni

Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 20.-21. júní, í 2. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Stara Zagora í Búlgaríu. Skagfirðingar eiga einn fulltrúa í íslenska liðinu nú, Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir var valin til keppni í hástökki kvenna.
Lesa meira

Smáþjóðaleikarnir

Smáþjóðaleikarnir í iþróttum standa nú yfir í Reykjavík. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppti í hástökki fyrir íslenska frjálsíþróttalandsliðið. Hún varð í 4.-5. sæti, fremst íslensku keppendanna í greininni, stökk 1,65m, sem er nálægt hennar besta árangri. Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem valinn var í íslenska liðið í spretthlaupum, gat því miður ekki keppt, vegna meiðsla sem hann varð fyrir skömmu fyrir leikana.
Lesa meira

Æfingatafla frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild Tindastóls hefur birt æfingatöflu sína fyrir sumarið 2015. Þjálfarar eldri flokks eru Sigurður Arnar Björnsson og Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir, en yngri flokk þjálfar Gestur Sigurjónsson.
Lesa meira

Ingvi Rafn hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeildina.

Stjórn kkd lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa Ingva Rafn áfram innanborðs í baráttunni sem framundan er í vetur.
Lesa meira

Lewis áfram á Króknum.

Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur.
Lesa meira

M.fl. karla og kvenna

M.fl. karla og kvenna í eldlínunni um helgina. Bæði liðin leika mikilvæga leiki.
Lesa meira

Smáþjóðaleikarnir

Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi dagana 1.- 6. júní. Tveir Skagfirðingar hafa verið valdir til keppni í íslenska frjálsíþróttaliðinu, Jóhann Björn Sigurbjörnsson keppir í 100m hlaupi og boðhlaupum, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppir í hástökki.
Lesa meira

Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar

Lokahóf meistaraflokka Tindastóls, unglinga-, drengja- og stúlknaflokks var haldið í gærkvöldi. Um 70 manns mættu á hófið þar sem reiddur var fram matur og iðkendur lögðu fram skemmtiatriði. Var þetta hin fínasta skemmtun en hápunktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar kom að verðlaunaafhendingum. Eftirtaldir fengu verðlaun:
Lesa meira