Fréttir

Toppþjálfarinn Pieti Poikola tekur við liði Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Pieti Poikola um að taka við þjálfun meistaraflokks Tindastóls fyrir næsta tímabil. Pieti, sem er margverðlaunaður þjálfari frá Finnlandi, þjálfar einnig danska landsliðið og óhætt að fullyrða að Tindastólsmenn hafi heldur betur gert vel í því að krækja í einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu um þessar mundir.
Lesa meira

Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar

Miðvikudagskvöldið 13. maí verður lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls haldið í neðri salnum á Kaffi Krók. Húsið opnar kl: 19.30 og dagskrá hefst kl: 20.00. Veittar verða ýmsar viðurkenningar í meistaraflokki karla og kvenna, unglingaflokki, drengjaflokki og stúlknaflokki. Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á hófið og fagna glæsilegum árangri með okkur en miðinn kostar aðeins 2.500 krónur og er matur innifalinn í því verði. Þegar okkar dagskrá er lokið er tilvalið að skella sér í efri salinn og hlusta á ljúfa tóna hjá Sigvalda. Skráning á lokahófið fer fram á netfanginu olibstef@gmail.com. Vonumst til að sjá sem flesta, stjórn kkd. Tindastóls
Lesa meira

Unglingaflokkur karla Íslandsmeistarar

Lesa meira

KR-ingar urðu meistarar í Síkinu

Það fór svo að lokum að lið KR reyndist of sterkt fyrir Tindastólsmenn í kvöld þegar fjórði leikur liðanna fór fram í Síkinu á Króknum. Titillinn fór því annað árið í röð í Vesturbæinn og KR-ingar verðugir meistarar. Þeir fengu hins vegar ekkert ókeypis í kvöld og Stólarnir börðust eins og ljón allan tímann. Síðustu mínúturnar voru hins vegar gestanna og þeir sigruðu 81-88.
Lesa meira

Tindastóll-KR leikur 4

Þetta verður spennutryllir sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara.
Lesa meira

Frí sætaferð í boði Kaupfélags Skagfirðinga á sunnudaginn

Stemningin fyrir körfunni á Króknum er í efstu hæðum þessa dagana og ekki urðu úrslitin í gærkvöldi til að draga eitthvað úr – þvert á móti. Þriðji leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn í DHL-höllinni í Vesturbænum og af því tilefni býður Kaupfélag Skagfirðinga upp á fría sætaferð á leikinn.
Lesa meira

Hefur einhvern tímann verið svona rosalega gaman í Síkinu?

Leikur Tindastóls og KR í kvöld var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, allt frá því að Króksi kom með keppnisboltann í hús á gamla sendilshjólinu hans Bjarna Har og þangað til ljósin voru slökkt í húsinu. Ja það var rosalega gaman í Síkinu, í það minnsta ef þú hélst með Tindastólsmönnum. Staðan í einvígi liðanna er núna 1-1.
Lesa meira

Leikur 2 í úrslitaseríunni er á morgun fimmtudag.

Skyldumæting í síkið á morgun. Allir að mæta og hvetja strákana til sigurs og sýnum landsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn eru og það í beinni á stöð2 sport.
Lesa meira

Krambúleraðir krummar og kremkexétandi krókódílar!

Það er full ástæða til að leita í smiðju til hins kjarnyrta Kolbeins Kafteins þegar finna þarf fyrirsögn á skrif um fyrsta leikinn í einvígi KR og Tindastóls um Íslandsmeistaradolluna í körfubolta. Það fór nefnilega flest á annan veg en stuðningsmenn Tindastóls höfðu gert sér vonir um og ljóst að eftir rassskell í Frostaskjólinu þurfa Stólarnir að girða sig í brók og bretta upp ermar fyrir næsta leik.
Lesa meira

KR-TINDASTÓll.....Leikur 1

Miðasala hefst kl:17.00 og verður reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" og því um að gera að mæta mjög tímanlega til að kaupa miða.
Lesa meira