Fréttir

Góður sigur í Grindavík

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Lesa meira

Montrétturinn er á Króknum

Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Lesa meira

Stólarnir komnir áfram í Maltbikarnum

Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Lesa meira

Súrsætur sigur að Hlíðarenda

Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Lesa meira

Nóg um að vera hjá yngri flokkum um helgina

Um helgina byrja mótin að rúlla hjá yngri flokkum Tindastóls og eru 7 flokkur drengja að spila í Grindavík og 9 flokkur stúlkna í Síkinu.
Lesa meira

ÍR-ingar gáfu Tindastólsmönnum langt nef

Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Lesa meira

Fyrsti leikurinn í körfunni er í kvöld

Það er hátíð í bæ því í kvöld hefst Dominos-deildin í körfubolta á ný. Tindastólsmenn fá sprækt lið ÍR í heimsókn og það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn Tindastóls er fyrir löngu farið að hlakka til tímabilsins. Stólarnir hafa sjaldan eða aldrei haft úr breiðari og betri hópi leikmanna að moða og væntingarnar talsverðar fyrir tímabilið, enda liðið verið að sýna góða takta nú á undirbúningstímabilinu og helstu spekingar spá liðinu góðu gengi í vetur – jafnvel mjög góðu!
Lesa meira

Skráning á körfuboltaæfingar vetrarins

Vetrarstarfið að hefjast!
Lesa meira

Pálmi Geir og Bríet Lilja fara í önnur lið

Tindastóll óskar þeim góðs gengis á nýjum slóðum
Lesa meira

Þjálfaranámskeið á vegum KKÍ í haust

Tindastóll greiðir fyrir þá sem hafa áhuga á að þjálfa í vetur.
Lesa meira