Fréttir

KR-ingar urðu meistarar í Síkinu

Það fór svo að lokum að lið KR reyndist of sterkt fyrir Tindastólsmenn í kvöld þegar fjórði leikur liðanna fór fram í Síkinu á Króknum. Titillinn fór því annað árið í röð í Vesturbæinn og KR-ingar verðugir meistarar. Þeir fengu hins vegar ekkert ókeypis í kvöld og Stólarnir börðust eins og ljón allan tímann. Síðustu mínúturnar voru hins vegar gestanna og þeir sigruðu 81-88.
Lesa meira

Tindastóll-KR leikur 4

Þetta verður spennutryllir sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara.
Lesa meira

Frí sætaferð í boði Kaupfélags Skagfirðinga á sunnudaginn

Stemningin fyrir körfunni á Króknum er í efstu hæðum þessa dagana og ekki urðu úrslitin í gærkvöldi til að draga eitthvað úr – þvert á móti. Þriðji leikur Tindastóls og KR verður á sunnudaginn í DHL-höllinni í Vesturbænum og af því tilefni býður Kaupfélag Skagfirðinga upp á fría sætaferð á leikinn.
Lesa meira

Hefur einhvern tímann verið svona rosalega gaman í Síkinu?

Leikur Tindastóls og KR í kvöld var hreint út sagt geggjuð skemmtun frá upphafi til enda, allt frá því að Króksi kom með keppnisboltann í hús á gamla sendilshjólinu hans Bjarna Har og þangað til ljósin voru slökkt í húsinu. Ja það var rosalega gaman í Síkinu, í það minnsta ef þú hélst með Tindastólsmönnum. Staðan í einvígi liðanna er núna 1-1.
Lesa meira

Leikur 2 í úrslitaseríunni er á morgun fimmtudag.

Skyldumæting í síkið á morgun. Allir að mæta og hvetja strákana til sigurs og sýnum landsmönnum hvernig alvöru stuðningsmenn eru og það í beinni á stöð2 sport.
Lesa meira

Krambúleraðir krummar og kremkexétandi krókódílar!

Það er full ástæða til að leita í smiðju til hins kjarnyrta Kolbeins Kafteins þegar finna þarf fyrirsögn á skrif um fyrsta leikinn í einvígi KR og Tindastóls um Íslandsmeistaradolluna í körfubolta. Það fór nefnilega flest á annan veg en stuðningsmenn Tindastóls höfðu gert sér vonir um og ljóst að eftir rassskell í Frostaskjólinu þurfa Stólarnir að girða sig í brók og bretta upp ermar fyrir næsta leik.
Lesa meira

KR-TINDASTÓll.....Leikur 1

Miðasala hefst kl:17.00 og verður reglan "fyrstur kemur, fyrstur fær" og því um að gera að mæta mjög tímanlega til að kaupa miða.
Lesa meira

Baráttusigur í kvöld og Stólarnir bruna í úrslitin

Tindastólsmenn stigu upp í kvöld eftir vonda leikinn á mánudag og hentu Haukum úr leik í miklum baráttuleik í Hafnarfirði. Lið Tindastóls náði fljótlega forystunni í leiknum og komust heimamenn aldrei yfir eftir það þó aldrei væri langt í þá. Þeir náðu að jafna leikinn þegar um fimm mínútur voru eftir en þristur frá Pétri virtist gera gæfumuninn og Stólarnir sigldu sigrinum í höfn. Lokatölur 62-69 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Leikur Hauka og Tindastóls verður í beinni útsendingu á haukartv.is

Hvetjum alla skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á Ásvelli 1 í kvöld
Lesa meira

Haukarnir fóru þurrum fótum úr Síkinu eftir frækinn sigur

Það var flatt á flestum hjólum undir Tindastólsrútunni í kvöld þegar Stólarnir mættu baráttuglöðum Haukum í Síkinu. Ljóst var fyrir leik að með sigri væru Tindastólsmenn komnir í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn og sömuleiðis ljóst að Haukarnir urðu að sigra til að halda sér inni í einvíginu. Þessi staða virtist fara betur í gestina sem sýndu sparihliðarnar bæði í sókn og vörn og unnu öruggan sigur, 79-93.
Lesa meira