08.03.2015
Stúlknaflokkur tapaði gegn Breiðablik, 71-45.
Drengjaflokkur vann flottan liðssigur á Haukum 74-62.
Meistaraflokkur karla vann Hauka í æsispennandi leik, 89-86.
Lesa meira
27.02.2015
Tindastóll tók á móti liði Grindavíkur í gærkvöldi í Dominos-deildinni í körfubolta. Stólarnir virkuðu hálf ráðalausir gegn sprækum gestunum sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og unnu öruggan sigur, 84-94. Var þetta fyrsta tap Tindastóls í Síkinu í vetur og vonandi verða strákarnir fljótir að hrista vonbrigðin af sér.
Lesa meira
25.02.2015
Meistaraflokkur karla tekur á móti Grindavík á morgun kl:19.15. Grindavík hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og má því búast við hörkuleik. Mætum og styðjum við bakið á okkar mönnum! Áfram Tindastóll
Lesa meira
18.02.2015
Drengjaflokkur spilar úrslitaleik í Bikarkeppni KKÍ um helgina
Lesa meira
16.02.2015
Tindastólsmenn komu, sáu og sigruðu í TM-höllinni í Keflavík í gærkvöldi í fínum körfuboltaleik. Það voru 15 ár frá því Stólarnir höfðu síðast sigur á heimavelli Keflvíkinga og lengi vel leit út fyrir að engin breyting yrði á þrautagöngu gestanna. Magnaður fjórði leikhluti Stólanna, þar sem Helgi Margeirs og Ingvi Ingvars fóru á kostum með langdrægum eldflaugum, varð til þess að Stólarnir gátu fagnað vígreifir í leikslok. Lokatölur 93-104.
Lesa meira
12.02.2015
Lið Tindastóls vann afar þægilegan sigur á Fjölni úr Grafarvogi í Síkinu í kvöld. Stólarnir náðu góðu forskoti strax í byrjun og sáu gestirnir ekki til sólar í fyrri hálfleik og áttu í raun aldrei möguleika í síðari hálfleik þó heimamenn tækju fótinn aðeins af bensíninu. Lokatölur voru 103-83.
Lesa meira
12.02.2015
Þótt að staða þessara liða sé ólík á töflunni þá eru leikir á milli þessa liða oftast hörku leikir.
Lesa meira