03.01.2013
Fyrr í dag afhenti FISK Seafood á Sauðárkróki Tindastóli veglega gjöf. Það var fólksflutningabifreið að gerðinni Mercedes Benz Sprinter 519 CDI. Bifreiðin er ný og beint úr kassanum. Bifreiðin tekur 17 farþega og er sérstaklega gott bil á milli sætanna og eins er mjög mikið pláss fyrir töskur og farangur enda er bifreiðin sérlega löng. Í bifreiðinni er einnig afþreyingakerfi sem inniheldur m.a. DVD skjá og spilara.
Lesa meira
01.01.2013
Halldór Jón Sigurðsson ( Donni ) hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun stýra liði m.fl. karla þann tíma.
Donni tók við liðinu um mitt sumar árið 2010 og kom liðinu upp í 1.deild. S.l. sumar stýrði hann liðinu í þeirri deild þar sem liðin spilaði oft á tíðum gríðarlega skemmtilegan fótbolta og vakti athygli margra.
Lesa meira
28.12.2012
Knattspyrnumaðurinn Atli Arnarson var valinn íþróttamaður Tindastóls í hófi sem var haldið í dag á Sauðárkróki. Hver deild innan Tindastóls tilnefndi sinn fulltrúa í þetta kjör þar sem Atli varð hlutskarpastur.
Lesa meira
16.12.2012
Stelpurnar voru að spila fyrsta æfingaleik sinn á þessum vetri og þær réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þær fóru í Bogann og mættu liði Þórs sem hefur verið eitt af 4 bestu liðum landsins í þessum flokki undanfarin ár.
Lesa meira
11.12.2012
Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 hefur valið 29 manna æfingahóp sem kemur saman í Kórnum , Kópavogi núna á laugardaginn. Tindastóll er með einn fulltrúa í þessum hóp. Sá heitir Konráð Freyr Sigurðsson en hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana og áhugan en pabbi hans er Siggi Donna og bróðir hans Donni.
Lesa meira
10.12.2012
Búið er að draga í riðla í lengjubikarnum sem hefst í Febrúar. Tindastóll er eins og í fyrra í efsta styrkleikaflokk í Lengjubikarnum og fær eftir því sterka mótherja í þessu undirbúningsmóti. Meðal liða verða FH, Fylkir, ÍBV og Víkingur Ólafsvík...
Lesa meira
10.12.2012
Búið er að raða niður í riðla í Lengjubikarnum 2013. Tindastóll er í riðli með Fylki, FH, Víkingum Ól., ÍBV, Grindavík, BÍ/Bolungarvík og Fjölni.
Lesa meira
26.11.2012
Meistaraflokkar Tindastóls stóðu í ströngu síðustu daga en liðin voru á höfuðborgarsvæðinu að spila sína fyrstu leiki á löngu undirbúningstímabili fyrir keppnistímabilið 2013.
Lesa meira
26.11.2012
Knattspyrnudeild Tindastóls óskar körfuboltamönnum til hamingju með sigurinn um helgina.
Lesa meira
18.11.2012
Rúnar Sigurjónsson Króksari og fyrrv. leikmaður Tindastóls spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Andorra á Miðvikudaginn. Rúnar er samningsbundinn Val í dag, en miklar líkur eru á því að drengurinn verði kominn útí atvinnumennskuna áður en langt um líður. Við óskum Rúnari auðvitað til hamingju með landsleikinn og markið.
Lesa meira