05.06.2015
Smáþjóðaleikarnir í iþróttum standa nú yfir í Reykjavík. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppti í hástökki fyrir íslenska frjálsíþróttalandsliðið. Hún varð í 4.-5. sæti, fremst íslensku keppendanna í greininni, stökk 1,65m, sem er nálægt hennar besta árangri. Jóhann Björn Sigurbjörnsson, sem valinn var í íslenska liðið í spretthlaupum, gat því miður ekki keppt, vegna meiðsla sem hann varð fyrir skömmu fyrir leikana.
Lesa meira
03.06.2015
Frjálsíþróttadeild Tindastóls hefur birt æfingatöflu sína fyrir sumarið 2015. Þjálfarar eldri flokks eru Sigurður Arnar Björnsson og Vilborg Þórunn Jóhannsdóttir, en yngri flokk þjálfar Gestur Sigurjónsson.
Lesa meira
23.05.2015
Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi dagana 1.- 6. júní. Tveir Skagfirðingar hafa verið valdir til keppni í íslenska frjálsíþróttaliðinu, Jóhann Björn Sigurbjörnsson keppir í 100m hlaupi og boðhlaupum, og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir keppir í hástökki.
Lesa meira
10.04.2015
Frjálsíþróttaráð UMSS heldur páskamót í frjálsíþróttum í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 11. apríl og hefst það kl.13.
Lesa meira
04.04.2015
Hópur frjálsíþróttafólks úr UMSS er nú staddur í æfingabúðum í Athens í Georgiu í Bandaríkjunum. Æfingar ganga vel og allt gott að frétta.
Lesa meira
03.04.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn í Vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli þriðjudaginn 7. apríl og hefst hann kl. 20:00.
Lesa meira
01.03.2015
Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Hafnarfirði 28. febrúar. ÍR-ingar urðu bikarmeistarar, bæði í karla- og kvennaflokki, en Norðlendingar urðu í 3. sæti. Þrír Skagfirðingar kepptu í liði Norðurlands og náðu þau öll sínum besta árangri.
Lesa meira
23.02.2015
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík helgina 21. -22. febrúar. Keppendur voru um 250, þar af voru 12 Skagfirðingar, sem unnu til 10 verðlauna, 2 gull, 3 silfur og 5 brons.
Lesa meira
07.02.2015
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,67m, sem er nýtt skagfirskt héraðsmet.
Lesa meira
30.01.2015
19. Stórmót ÍR í frjálsíþróttum fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 31. jan. - 1. febrúar og stendur mótið frá kl. 9 - 18 báða dagana. Mótið nú verður það fjölmennasta frá upphafi, en um 800 keppendur eru skráðir til leiks, frá 31 félagi eða sambandi, þar á meðal eru 28 Skagfirðingar.
Lesa meira