12.06.2014
Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, sigraði í 100m og 400m hlaupum á Vormóti ÍR sem fram fór í Reykjavík 11. júní. Í 100m hlaupinu setti hann glæsilegt Íslandsmet í flokki 19 ára og yngri, bætti 26 ára gamalt met Jóns Arnars Magnússonar.
Lesa meira
10.06.2014
Sumarmót UMSS fer fram á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 13. Keppt verður í aldursflokkum frá 12 ára aldri.
Lesa meira
02.06.2014
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 2 greinum á Vormóti UFA sem fram fór á Akureyri laugardaginn 31. maí. Hann sigraði bæði í 100 m og 200 m hlaupum og bætti árangur sinn í 200 m hlaupinu, þrátt fyrir nokkurn mótvind. Fleiri Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel.
Lesa meira
28.05.2014
Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ", fimmtudaginn 29. maí kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira
20.05.2014
Vormót HSK fór fram á Selfossi laugardaginn 17. maí. Meðal keppenda var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Tindastól, sem sigraði í 100m og 400m hlaupum og bætti sinn fyrri árangur í báðum greinum.
Lesa meira
18.05.2014
Sunnudaginn 18. maí vígðu Hafnfirðingar nýtt og glæsilegt frjálsíþróttahús í Kaplakrika. Nýja húsið mun létta ofurálagi af höllinni í Laugardal og verða frábær viðbót fyrir frjálsíþróttalífið í landinu. Við sendum FH-ingum innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Lesa meira
26.04.2014
Keppnistímabilið í frjálsíþróttum utanhúss er hafið. Því er ástæða til að huga að tímasetningum stórmóta sumarsins.
Skoðið mótaskrána.
Lesa meira
23.04.2014
Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllu íþróttafólki gæfu og gengis á komandi sumri.
Stuðningsmenn allir eru kallaðir til leiks. Þið veitið kraftinn sem öllu máli skiptir. Áfram Tindastóll !
Lesa meira
19.04.2014
Frjálsíþróttadeild Tindastóls óskar öllum Skagfirðingum gleðilegra páska og biður um stuðning við starfið í sumar.
Lesa meira
04.04.2014
Fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Vallarhúsinu á Sauðárkróki. Fjallað verður um framkvæmd keppni í frjálsíþróttum á ULM 2014, sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.
Lesa meira