18.01.2015
Keppendur UMSS stóðu sig vel á fyrsta stórmóti ársins í frjálsíþróttum, Reykjavíkurleikunum, sem fram fóru í Laugardalshöllinni í Reykjavík 17. janúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki kvenna, og Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi karla.
Lesa meira
28.12.2014
UMSS og UMF Tindastóll héldu samkomu í Húsi frítímans á Sauðárkróki 27. desember, þar sem kynntar voru niðurstöður úr vali á „Íþróttamanni Skagafjarðar“ og „Íþróttamanni Tindastóls“ fyrir árið 2014.
Lesa meira
25.12.2014
"Íþróttamaður Skagafjarðar 2014" verður kynntur við athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 27. desember og hefst athöfnin kl. 17. Þá verða ungu og efnilegu íþróttafólki einnig veittar viðurkenningar. Allir velkomnir og veitingar verða í boði.
Lesa meira
22.12.2014
Meistaraflokkur frjálsíþróttafólks á Sauðárkróki undirbýr nú æfingaferð til Bandaríkjanna í vor. Um er að ræða níu manna hóp, ásamt þjálfara. Þessi hópur stóð sig frábærlega á vellinum síðasta sumar, en vill koma enn betur undirbúinn til keppni á næsta sumri.
Lesa meira
16.12.2014
Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 18. des. og hefst það kl. 16:30. Mótið er fyrir aldursflokkana 10 ára og eldri.
Lesa meira
10.11.2014
Frjálsíþróttafólk í Skagafirði hélt uppskeruhátíð sína laugardaginn 8. nóvember. Þar var kynnt val á „Frjálsíþróttafólki Skagafjarðar 2014“, einnig voru efnilegustu unglingarnir heiðraðir og fjölmargar viðurkenningar veittar.
Lesa meira
30.10.2014
Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði 2014 verður haldin í félagsheimilinu Ljósheimum laugardaginn 8. nóvember og hefst hún kl. 18. Kynnt verður val á „Frjálsíþróttakonu og -karli Skagafjarðar“, einnig heiðraðir efnilegustu unglingarnir, og veitt verða verðlaun fyrir framfarir og ástundun.
Lesa meira
02.10.2014
Frjálsíþróttadeildin hefur nú birt æfingatöflu sína fyrir veturinn 2014-2015. Æfingar hefjast mánudaginn 6. október.
Lesa meira
28.07.2014
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram á Selfossi helgina 26.-27. júlí. Lið UMSS stóð sig mjög vel á mótinu og vann 10 Íslandsmeistaratitla í aldursflokkunum fjórum og alls til 30 verðlauna.
Lesa meira
22.07.2014
Meistaramót Íslands í fjölþrautum frjálsíþrótta fór fram í Reykjavík helgina 19.-20. júlí. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, Tindastól/UMSS, varð Íslandsmeistari í sjöþraut kvenna, hlaut 4066 stig.
Lesa meira