Fréttir

Pizzuhlaðborð í kvöld

Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ" í kvöld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira

Landsmót UMFÍ 50 ára +

Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri verður haldið á Húsavík 20.- 22. júní í sumar. Kynningarfundur verður haldinn á Sauðárkróki miðvikudaginn 26. mars.
Lesa meira

Aðalfundur frjálsíþróttadeildarinnar

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls fór fram 25. febrúar. Sigurjón Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar, eins og Guðrún Ottósdóttir gjaldkeri og Hafdís Ólafsdóttir meðstjórnandi. Eiður Baldursson gekk úr stjórn, og voru honum þökkuð góð störf fyrir deildina. Margrét Arnardóttir kemur inn sem tengiliður við foreldra yngri barna.
Lesa meira

Má bjóða þér kleinur ?

Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, standa fyrir kleinubakstri og sölu til fjáröflunar fyrir ferðasjóðinn. Gengið verður í hús síðdegis á laugardag og boðnar gómsætar kleinur.
Lesa meira

Theódór Karlsson

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir öldunga, fór fram í Laugardalshöllinni 22.-23. febrúar. Theódór Karlsson UMSS varð fjórfaldur Íslandsmeistari, sigraði í öllum stökkgreinum í flokki 35-39 ára.
Lesa meira

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar

Frjálsíþróttadeild Tindastóls heldur aðalfund sinn 25. febrúar í Vallarhúsinu á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar. Baráttan um sigurinn var æsispennandi milli liða Norðlendinga og ÍR-inga.
Lesa meira

MÍ í frjálsíþróttum 11-14 ára

MÍ í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Reykjavík helgina 8.-9. febrúar. Næstum 400 keppendur, frá 19 félögum og samböndum mættu til leiks. Bestum árangri Skagfirðinga náði Guðný Rúna Vésteinsdóttir sem varð í 3. sæti í kúluvarpi 12 ára stúlkna.
Lesa meira

Þóranna Ósk Íslandsmeistari í hástökki

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fór fram í Reykjavík helgina 1.- 2. febrúar. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki kvenna, stökk 1,66m, sem er jöfnun á skagfirska héraðsmetinu í kvennaflokki. Jóhann Björn Sigurbjörnsson vann silfur í 60m hlaupi og Guðjón Ingimundarson silfur í 60m grindahlaupi.
Lesa meira

Glæsilegur sigur Jóhanns Björns

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól, heldur áfram að bæta árangur sinn. Nú sigraði hann glæsilega í 60 m hlaupi á Reykjavíkurleikunum og náði besta tíma Íslendings í 5 ár.
Lesa meira