Fréttir

Pétur með stjörnuleik í Keflavíkinni

Tindastólsmenn tóku rúntinn suður í Keflavík í gær og léku á alsoddi gegn gestrisnum heimamönnum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur og lið Tindastóls mætti með fullan tank af baráttu og góðum liðsanda. Þeir höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og eftir að Hester varð frá að hverfa vegna meiðsla um miðjan annan leikhluta þá stigu menn bara upp og léku gestgjafana grátt. Lokatölu 88-97 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Fimmtudaginn 9.nóv er öðruvísi dagur í sundi, samveru stund á þurru landi.

Sunddeildin ætlar að bjóða iðkendum sýnum uppá öðruvísi dag en á þurru landi þann 9.nóvember - fimmtudag verður samveru stund í húsi Frítímans kl. 17:30-19:00 þar horfum við á mynd, borðum popp og djús í boði. Kveðja! Þjálfarar Þorgerður Þórhallsdóttir og Eva María Sveinsdóttir.
Lesa meira

Stólarnir drógust gegn ÍR í Maltbikarnum

Dregið var í átta liða úrslit Maltbikarsins í höfuðstöðvum KKÍ í hádeginu í dag. Lið Tindastóls var að sjálfsögðu í hattinum eftir glæsilegan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gær. Líkt og í fyrri umferðum dróst lið Tindastóls gegn úrvalsdeildarliði en Stólarnir mæta ÍR-ingum og verður spilað í Síkinu annað hvort 10. eða 11. desember.
Lesa meira

Stólarnir rúlluðu Valsmönnum upp á Hlíðarenda

Tindastóll og Valur áttust við í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í kvöld og var leikið á Hlíðarenda. Stólarnir léku vel í kvöld og náðu strax ágætri forystu. Valsmenn reyndu að klóra sig inn í leikinn fyrir hlé en Stólarnir gáfu ekkert eftir og síðan var bara sýning í síðari hálfleik. Sigtryggur Arnar og Hester voru frábærir í leiknum með alls 66 stig en lokatölur voru 70-104.
Lesa meira

Gaflarinn 2017: Andrea Maya sigraði í kúluvarpi.

Nálægt 500 keppendur mættu til leiks.
Lesa meira

Bikarleikir í Síkinu

Unglingaflokkur drengja og 9 flokkur drengja spila bikarleiki í dag laugardag 4 nóvember
Lesa meira

Frábær árangur yngri flokka um helgina

7 flokkur stúlkna og 9 flokkur drengja með flotta sigra um helgina
Lesa meira

Yngri flokkar á ferðinni um helgina

Bæði 7 flokkur kvenna og 9 flokkur drengja spila um helgina
Lesa meira

Góður sigur í Grindavík

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Lesa meira

Tsvetan með gull á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó

Fimm kepptu fyrir hönd Júdódeildar Tindastóls á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó sem fram fór í Grindavík í gær.
Lesa meira