28.10.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Bæði 7 flokkur kvenna og 9 flokkur drengja spila um helgina
Lesa meira
28.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær og léku við lið heimamannaí lokaleik fjórðu umferðar Dominos-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn leiddu lengstum en Stólarnir voru yfir í hálfleik og náðu síðan frumkvæðinu í fjórða leikhluta. Strákarnir léku vel á lokakaflanum og tóku bæði stigin með sér norður. Lokatölur 81-88.
Lesa meira
22.10.2017
Fimm kepptu fyrir hönd Júdódeildar Tindastóls á Haustmóti JSÍ yngri flokka í júdó sem fram fór í Grindavík í gær.
Lesa meira
19.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Þór Akureyri áttust við í fjörugum og skemmtilegum körfuboltaleik í Síkinu í kvöld. Hávær sveit hressra Þórsara fylgdi sínum mönnum og voru kampakátir fyrstu mínúturnar en Stólarnir náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum og þrátt fyrir ágætan leik gestanna voru þeir aldrei nálægt því að koma heimamönnum úr jafnvægi. Eftir fyrri viðureign norðanliðanna eru það því Króksararnir sem hafa montréttinn. Lokatölur 92-70 og leikur Tindastóls uppörvandi.
Lesa meira
19.10.2017
Fyrr í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á Sauðárkróki!
Lesa meira
18.10.2017
Foreldraæfing haustannar var haldin í dag hjá Júdódeild Tindastóls með yfir þrjátíu þátttakendum.
Lesa meira
15.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Hann var kaflaskiptur leikurinn sem Tindastólsmenn buðu upp á í Síkinu í kvöld þegar Þórsarar frá Þorlákshöfn mættu í heimsókn í 32 liða úrslitum Maltbikarsins. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og spiluðu þá glimrandi körfubolta en það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik. Góð frammistaða gestanna síðustu 15 mínútur leiksins dugði þó ekki til að ná í skottið á Stólunum sem unnu í raun ansi öruggan sigur. Lokatölur 84-76.
Lesa meira
12.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld í leik sem lið Tindastóls vann með herkjum. Leikurinn, sem átti að hefjast kl. 19:15, var færður fram til kl. 18:00 en því miður þá hóf Tindastólsliðið varla leik fyrr en einmitt kl. 19:15. Það dugði þó til sigurs því Stólarnir notuðu fjórða leikhlutann vel að þessu sinni. Lokatölur 69-73 í leik þar sem Hester var maðurinn.
Lesa meira
06.10.2017
Sædís Bylgja Jónsdóttir
Um helgina byrja mótin að rúlla hjá yngri flokkum Tindastóls og eru 7 flokkur drengja að spila í Grindavík og 9 flokkur stúlkna í Síkinu.
Lesa meira
05.10.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu í kvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka höfðu Tindastólsmenn 22 stiga forskot en þá náðu gestirnir upp fantavörn á meðan Stólarnir gjörsamlega sprungu á limminu. Næstu fjórtán mínútur gerðu heimamenn þrjú stig á meðan ÍR-ingar settu 29 og þegar loksins kviknaði á heimamönnum þá var tíminn orðinn of naumur til að stoppa í gatið. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill.
Lesa meira