Fréttir

Miðasala fyrir úrslitaleikinn

Hér að neðan kemur linkur til að kaupa sér miða á úrslita leikinn gegn KR í höllinni á morgun https://tix.is/is/specialoffer/tickets/5446/
Lesa meira

Sunddeildin er farin af stað með æfingar á nýju ári 2018

Það er búið að opna sundlaugina á Sauðárkróki og við erum byrjuð með sundæfingar
Lesa meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Lesa meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Lesa meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira

Petur Rúnar íþróttamaður Tindastóls 2017

Á sameiginlegri samkomu Tindastóls og UMSS sem haldin var 27. desember sl. var Pétur Rúnar Birgisson valinn Íþróttamaður Tindastóls 2017.
Lesa meira

Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Ísak Óli Traustason
Lesa meira

Ása María og Arnór Freyr hlutu viðurkenningar frá UMSS fyrir Júdó

Ása María Sigurðardóttir og Arnór Freyr Fjólmundsson hlutu í kvöld viðurkenningar UMSS sem ungt og efnilegt íþróttafólk fyrir Júdó.
Lesa meira

Jólafrí í körfunni

Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira

Jólamót Tindastóls í Júdó 2017

Jólamót Tindastóls í Júdó fór fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld. Keppendur voru 22 frá fjögurra til sautján ára.
Lesa meira