Fréttir

Stólarnir bitu Grindvíkinga af sér og eru komnir í undanúrslit

Um 650 manns mættu í Síkið í kvöld, margir langt að komnir, til að sjá þriðju viðureign Tindastóls og Grindavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Ljóst var að með sigri næðu Stólarnir að senda Suðurnesjapiltana í snemmbúið sumarfrí en lið Tindastóls hafði unnið fyrri leiki liðanna. Það var því næsta víst að gestirnir kæmu baráttuglaðir til leiks, staðráðnir í að framlengja einvígið. Leikurinn var æsispennandi og jafn, gestirnir oftar en ekki með frumkvæðið, en þegar leið að lokum þá reyndust Stólarnir sleipari á svellinu og unnu frábæran sigur, 84-81, og eru því komnir í undanúrslitin.
Lesa meira

Ekki þörf á framlengingu í Mustad-höllinni í Grindavík

Það voru nú flestir sem reiknuðu með að önnur viðureign Tindastóls og Grindavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, yrði mikill baráttuleikur og jafnvel æsispennandi. Stólarnir mættu hinsvegar vel stemmdir í leikinn og baráttan var að mestu þeirra því leikurinn var ekki verulega spennandi þegar á leið þar sem heimamenn í Grindavík voru hreinlega ekki á sömu blaðsíðu og Stólarnir. Þegar upp var staðið höfðu okkar menn sigrað með 31 stigs mun. Lokatölur 83-114.
Lesa meira

Þrjú brons á Vormóti yngri flokka í Júdó

Þrír iðkendur Júdódeildar Tindastóls kepptu á Vormóti JSÍ yngri flokka sem fram fór í Reykjavík í dag.
Lesa meira

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Lesa meira

Þrjú frá Tindastól í landsliðshópi í frjálsum.

- Ísak Óli, Jóhann Björn og Þóranna Ósk.
Lesa meira

Pétur í úrvalsliði síðari umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss.

Góður árangur karlaliðs UMSS.
Lesa meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Lesa meira

Ný stjórn og kraftlyftingadeild hjá UMF Tindastól

Á aðalfundi UMF Tindastóls sem haldinn var í gær var nýr formaður og stjórn kosin. Sitjandi formaður, Sigurður Helgi Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa en í stað hans var Jón Kolbeinn Jónsson kosinn formaður.
Lesa meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Lesa meira